Useless information

But still...you´re reading it?

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Vörtuglámur

Þá er kominn þriðjudagur og vika eftir af páskafríinu. Þetta líður ógurlega hratt og fór gærdagurinn, annar í fermingu, ekki í neitt. Hann bara blúbbs hvarf. Samt fór ég í sund með litlu krökkunum, og var reyndar ekkert skárri sjálf :) vorum ein í lauginni og ég fékk sundgleraugun hans atla lánuð og var að skoða alskonar og var í alskonar sundleikjum ein með sjálfri mér! Svo kom Keli og sótti mig og ég rúntaði með honum í dágóðan einn og hálfan tíma :) Búin með 4 tíma og er að fara á kostum bæ the way, var reyndar í smá veseni að bakka inni víðihlíð en annars er ég að ná tökum á þessu öllu saman. Fer í tíma aftur í dag, og svo ætlar Keli næst að koma á Ak og leyfa mér að keyra þar :/ soldið stressuð. Og svo allir hætti að spurja þá þarf ekki að vera búin að taka Ö1 áður en maður tekur ökutímana heldur áður en maður fær æfingaleyfið!

Mér finnst geggjað að gaurinn sem er við hliðiná Huga í herbiggi sé hommi, hugi er nebbla með doltla hommafóbíu og það verður fróðlegt að fara í heimsókn eftir þetta :) ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að vera að klæða mig eitthvað áður en ég fer fram eða að læsa herbigginu þegar hugi er ekki heima, heldur þarf hugi að gera það núna :) hihi...vonum bara að hugi fari ekkert að snúast! :) Þetta er nebbla ekki geðslegasti maður sem ég hef séð og þá hlýt ég að vera algert ógeð ef hann kýs hann frekar enn mig.

Ég ætlað enda þetta á smá snilldarsetningum sem poppuðu uppúr bró og ívari frænda sem er 8 ára:

Það var þannig að ég var að keyra norður með mömmu og krakkarnir voru 4 afturí, Elva, Árni, Atli og bró. Þau voru búin að vera í "hver er maðurinn" leiknum og voru komin í að maðurinn væri dýr og teiknimyndapersóna. (Elva valdi) Þau sitja þarna öskrandi oní hvot annað og gíska á allskonar dýr svo allt í einu fær Gústi hugmynd: æææiii...ég veit...bíddu ég man ekki....alveg (og alveg hristist hann var svo spenntur) svo alltíeinu:....MAJÓNES!!!!!! What!? Enginn skildi neitt í neinu, ég snéri mér við og sagði: Ágúst minn majónes er ekki dýr. "nei ég meinti...ég meinti...emm (og enn skalf hann)....KENGÚRA!!!! What!? Ágústi tókst að rugla saman majónesi og kengúru! :)

Ívar var hinsvegar búinn að gleyma orðinu bóluhjálmar og bjó þá bara til nýtt.......Vörtuglámur!! Þar hafiði það, ekkert mikið öðruvísi!

En núna er ég að fara njóta frísins, ætla á Kalla Bjarna og VON á morgun og það er eins gott að það verði gaman!!!

good bye darlings, see ya in hope and kallbjarn!

P.S maður hjá vikufréttum hringdi og bað um mynd af mér áðan og svo var ég í fólk í fréttum á íþróttasíðunum í mogganum á lau. Ótrúlegt, samt frekar ómerkilegt. Hver veit hvað vikufréttir eru :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim