Useless information

But still...you´re reading it?

laugardagur, september 18, 2004

Lokahóf mm.

Okey...mega mikið að gerast! Útsala í Ísold! Batman sést á króknum...að knúsa kattarkonuna á barnum, voru samt ekki lengi að láta sig hverfa þegar þau sáu gogo gadget valsa fram hjá glugganum og inn á barinn. Sem betur fer sá hann þau ekki forða sér..maður vill ekki að neinn sé sár skiljiði...! Sem betur fer eru til fleiri leiðinlegar súperhetjur og gogo var ekki lengi að pikka upp spiderman! MJ var bara cover þegar hann var sem frægastur, kom útúr skápnum eftir að spiderman 2 kom út.

Þessi uppskeruhátíð..mmm góð skemmtun! Það er held ég bara fínt þegar kallarnir sjá um skemmtiatriðin. Stelpurnar reyna of mikið, og það er bara ekkert fyndið. En allavega þakka ég kærlega fyrir mig. Þótt ég hafi ekki verið nema gestur var þetta betra en í fyrra, enda ég ekki dregin uppá svið fyrir ekkvað mjög ófyndið. Plús það að okkur var loksins ekki hent út á ballinu, það sakaði ekki heldur að hafa mömmu og pabba með, þá var hægt að fara yfir á Ólafshús og þar var sko troðið!
Vikan leið svo með ómerkilegu ívafi þar sem ekkert gerðist, svo skrapp ég í áheyrnapróf á ak. það kemur í ljós hvernig það gekk...en það var allavega þvílíkt skrítið að vera þarna á staðnum og sjá hvernig allt gengur fyrir sig. Svo lá leiðin á lokahóf hjá þór og það var alveg drep... Ég næstum farin heim, en þá komst marr alltíeinu inná Kaffi Akureyri. Það er svona að vera í fylgd með rétta fólkinu..nenei segi sona. Ég komst allvega inn með imbu og örnu og fleiri eldri úr fótboltanum og þar var sko dansað fram á rauða nótt.

Heljarinnar fjör á Akureyri þótt mig langi ekki til að búa þar lengur!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim