Espania to morgen
Já þá er þrem dögum í sviss lokið og er dúlega sátt með minn hlut. Massívt veður alla daga og kvöldin hafa farið í að rifja upp gamla tíma yfir glasi af víni á svölunum, agalega næs. Fórum út að skokka í gær og ég náttla rosa góð og fer með, ætla bara að lulla þetta. Áttaði mig náttla ekkert á því að ég var nánast ekkert búin að borða og búin að vera í sólbaði nánast allan daginn, það er bara ekkert sniðugt að ætla sér þá að vera rosa góður og taka nokkra spretti í 30 stiga hita, ég var stungin af og hélt ég mundi bara leggjast niður og deyja úr hita og sleni. Dagurinn í dag var snilld, ég og elva fórum af stað með bolta og ætluðum að far í smá fótbolta. Þegar á völlin var komið var náttla verið að vökva þannig að við urðum að snúa við og fara framhjá húsinu aftur í átt að hinum fótboltavellinum...neinei verið að vökva hann líka. Great. Það er nebbla svo heitt að það er erfitt að hreyfa sig, hvað þá að þurfa að labba út um allt. Allavega gerðum við eina tilraun í viðbót og löbbuðum ennþá lengra og þar var loksins völlur sem var laus, nema hvað að mörkin vöntuðu. Só við gerðum gott úr því.
Núna er ég ný komin heim eftir lautarferð við ána Are sem er rennur útí Rín. Við stukkum útí ána við smá trjástíflu og létum svo strauminn bera okkur áfram. Alveg geggjað..hela familien..og mamma tók geðveika afturábak byltu í miðri á, ég hélt ég mundi drukkna úr hlátri :D Síðan voru grillaðar pylsur og svissnesnk fínerí, á meðan á öllu þessu stóð var heil hersveit að fylgjast með okkur á bakkanum. Furðulegt háttarlag, eins og þeir hefðu ekki séð kvenmann áður :) Þeir allavega fylgdust vel með. Ég er nebbla stödd nánast á æfingasvæði svissneska hersins en áin sem við vorum í í dag er einmitt á æfingasvæðinu og hermennirnir voru í einhverri pásu. Góður dagur og góðar minningar..
Marr er komin með smá brúnku og fiðring fyrir spánarför á morgun, en áætlaður komutími er um 2 leytið, veit ekki hvort ég kemst aftur í tölvu í þessarri ferð en þá verð ég bara að segja meira frá þegar heim er komið
Vona að veðrið sé vont heima og að öllum leiðist í vinnuni og öfundi mig og þuríði alveg geggjað...hehe Blankiflur kveður Sviss og ykkur í bili :*
Núna er ég ný komin heim eftir lautarferð við ána Are sem er rennur útí Rín. Við stukkum útí ána við smá trjástíflu og létum svo strauminn bera okkur áfram. Alveg geggjað..hela familien..og mamma tók geðveika afturábak byltu í miðri á, ég hélt ég mundi drukkna úr hlátri :D Síðan voru grillaðar pylsur og svissnesnk fínerí, á meðan á öllu þessu stóð var heil hersveit að fylgjast með okkur á bakkanum. Furðulegt háttarlag, eins og þeir hefðu ekki séð kvenmann áður :) Þeir allavega fylgdust vel með. Ég er nebbla stödd nánast á æfingasvæði svissneska hersins en áin sem við vorum í í dag er einmitt á æfingasvæðinu og hermennirnir voru í einhverri pásu. Góður dagur og góðar minningar..
Marr er komin með smá brúnku og fiðring fyrir spánarför á morgun, en áætlaður komutími er um 2 leytið, veit ekki hvort ég kemst aftur í tölvu í þessarri ferð en þá verð ég bara að segja meira frá þegar heim er komið
Vona að veðrið sé vont heima og að öllum leiðist í vinnuni og öfundi mig og þuríði alveg geggjað...hehe Blankiflur kveður Sviss og ykkur í bili :*
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim