Useless information

But still...you´re reading it?

mánudagur, apríl 19, 2004

ferðasagan.

Rifin upp kl hálf sjö, af sjálfri mér, á laugardagsmorgni og Bubbi mætti uppá sambýli stuttu síðar. Það vildi svo skemmtilega til að það hafði snjóað um nóttina og kálfurinn sem átti eftir að vera ferðamáti minn í þessari ferð var á sumardekkjum og komst ekki uppí meir en svona 100 km hraða!!! Byrjaði ekki vel!
Ferðin suður gekk samt eins og í sögu og er ekki frásögufærandi nema kannski það sem Harpa Deepfried in´da head sagði, þessar pælingar hjá manneskjunni!! "Hey stelpur ef allir íslendingar myndu pissa samtímis í sömu ána....yrði hún þá gul??"
Við mættum á gervigrasið í laugardal og þar áttum við eftir að heyja heljarmikla markaveislu gegn erkifjendunum frá höfn! 14-0 varð niðurstaðan og voru örfáir í liðinu sem skoruðu ekki! Thelma og Alex með 3, ég og Laufey með 2 og svo vil ég óska Áslaugu innilega til hamingju með fyrsta mark sitt og jafnframt það ljótasta í leiknum :)
Eftir það fórum við á pissa hut og ég prófaði að fá mér þunnbotna pizzu svona til tilbreytingar og hún var sko meiriháttar góð, betri en pönnupizza! Mæli með pepperonipizzunni á matseðlinum...mmmmmm
Svo lá leiðin út í Keflavík á hótel Keflavík :) Líka meiriháttar! Mjög flott hótel, með TV, ískáp, peningaskáp og fullt af dótaríi. Svo fengu einhverjar brúðkaupssvítuna og einhverjar íbúðarsvítuna, þær voru náttla langflottastar, en ég og magga sættum okkur við lítið herbiggi þar sem þetta var nú bara ein nótt. Kvöldið fór svo í það að kaupa sér nammi, leitað kortinu hennar Möggu og horfa á bring it on og svo var bara farið að sofa.
Morguninn eftir fórum við að sjálsögðu í morgunmat á hótelinu og héldum upp í reykjanesfokkingömurleguhöll um 12 leytið ready í slaginn á móti ágústu og vinkonum í Keflavík! leikurinn endaði 4-3 fyrir okkur og skulum við ekki segja meir um hann nema kannski ég skoraði eitt! (forvitnir gætu skoðað skýrsluna á Ksí.is)
Eftir sturtu var haldið inní Reykjavík á McDonalds og svo útúr bænum og 5 tíma ferðalag heim hófst! Það leið þrátt fyrir allt eins og í sögu og ég sagði líka sögu, franska bréfið, og allt varð kreisí in´da brainhouse þegar hann var búinn. Harpa deepfried in´da head spurði hvort þetta hafi gerst í alvörunni!!! Hún laug líka að okkur að kærastinn sinn væri tvíkynhneigður á laugardaginn! Hver gerir það!?
En ég komst heim heil á höldnu, þótt löggan hafi stoppað okkur á leið inní bæinn (þvílík svakaleg óheppni)

Nú er skólinn komin á fullt og ég að farað læra ekkvað í stærðfræði ég get svo svarið það með 6,6 á síðasta prófi og 6,2 í frönsku!!! :(

Ég skrifa vonandi aftur nema einhver komi og ræni mér, eða veirufaraldur breiðist út og allir farað drepa hvor annan, eða ísöldin skelli á á morgun, eða barað magga fái nó af mér og hendi mér í klósettið! Vonum bara það besta :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim