Ókey Ókey..aftur kominn timi
Mikið hefur gengið á núna upp á síðkastið en líf mitt er að komast í eðlilegt horf núna þegar sýningarnar á thriller eru að syngja sitt síðasta. Þetta er svo sannarlega búið að vera mjög skemmtilegt en hnéið orðið þreytt og lúið og ég þarf að farað huga að því núna. Sandra leysir mig af á síðustu tveim sýningunum og gerir það með miklum sóma :) Tími til kominn að taka sig á í lærdómi ef ég ætla að ná íslenskunni og sænskunni. Er að lesa frekar daufa bók núna um ættleidda stelpu frá suður kóreu og sem bara getur ekki verið ánægð með lífið, allt sem stendur í bókinni er neikvætt. Auðvitað eru alltaf fordómar en það er samt ekki hægt að kenna ættleiðingunni um allt sem útaf fer...varð bara að koma þessu frá mér því ég var að springa!
Um síðust helgi skrapp ég í skottúr suður á vegum féló (alltaf að vinna:) með sys og vinkonum hennar, þær voru að farað kepp í stíl. 46 keppendur voru mættir til leiks og ekkert smá flott að sjá hvað þessir krakkar hafa gert. Ég fékk alveg svakalegan fiðring í magann, mér var nefnilega fyrst rétt keppenda passi (sys og vinkonur hennar eru allar orðnar hærri en ég) og þá hefði ég getað verið inni á svæðinu og tekið þátt í öllu. Það hefði samt ekki verið mjög sniðugt því þær fengu verðlaun fyrir bestu förðun og mynd í mogganum. Hefði ég verið á henni hefðu örugglega margir sagt..HA!? Ég fékk samt að sjálfsögðu að skipta mér af þeim og þær notuðu dótið mitt þannig að ég fékk að eiga smá þátt í þessu, en þær eiga allan heiður, þetta var alveg rosalega flott. Eftir keppnina hitti ég Möggu og Örnu, kíktum á Bridget jones í bíó og fórum nokkra laugara..btw ég steinrotaðist afturí taurusnum og svaf vært þar.
Helgin lítur mjög vel þar sem allir eru sammála um að það á að fagna....einhverju ;) Skímó eru í miðgarði og telpurnar frá akureyri eru búnar að leigja sér sumarbústað í varmahlíð plús það að það verður GilsbunguFyrirPartí áður.
Á föstudaginn er árshátíðin hjá MA og mér er boðið og er það vel boðið og vel þegið. Þannig að það verður þeytingur á manni en skemmtilegur þeytingur.
Góða skemmtun um helgina
Um síðust helgi skrapp ég í skottúr suður á vegum féló (alltaf að vinna:) með sys og vinkonum hennar, þær voru að farað kepp í stíl. 46 keppendur voru mættir til leiks og ekkert smá flott að sjá hvað þessir krakkar hafa gert. Ég fékk alveg svakalegan fiðring í magann, mér var nefnilega fyrst rétt keppenda passi (sys og vinkonur hennar eru allar orðnar hærri en ég) og þá hefði ég getað verið inni á svæðinu og tekið þátt í öllu. Það hefði samt ekki verið mjög sniðugt því þær fengu verðlaun fyrir bestu förðun og mynd í mogganum. Hefði ég verið á henni hefðu örugglega margir sagt..HA!? Ég fékk samt að sjálfsögðu að skipta mér af þeim og þær notuðu dótið mitt þannig að ég fékk að eiga smá þátt í þessu, en þær eiga allan heiður, þetta var alveg rosalega flott. Eftir keppnina hitti ég Möggu og Örnu, kíktum á Bridget jones í bíó og fórum nokkra laugara..btw ég steinrotaðist afturí taurusnum og svaf vært þar.
Helgin lítur mjög vel þar sem allir eru sammála um að það á að fagna....einhverju ;) Skímó eru í miðgarði og telpurnar frá akureyri eru búnar að leigja sér sumarbústað í varmahlíð plús það að það verður GilsbunguFyrirPartí áður.
Á föstudaginn er árshátíðin hjá MA og mér er boðið og er það vel boðið og vel þegið. Þannig að það verður þeytingur á manni en skemmtilegur þeytingur.
Góða skemmtun um helgina
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim