Í dag er fimmtudagurinn 17 febrúar og Inga kætist mjög yfir því að það sé bara einn dagur þar til að hún kemst heim í sæluna :)
Það munaði þó minnstu í gær því ég var næstum búin að lenda í strætó slysi.
Ég vaknaði eins og venjulega éinum og hálfum tíma fyrir skólann og það solleiðis söng í öllu húsinu útaf vindinum. Þegar nánar var gáð var alveg brjálað veður (eins og einhver sagði svo seinna um daginn ,,þetta er eins og að vera komin útá land" !! heimska fólk) Ég dröslaðist út með mína rifnu tösku og plastpokann góða í hendinni þar sem taska mín er svo smá. Bullandi mótvindur og ég satt að segja hélt að ég mundi fjúka beinustu leið aftur inní hús. Þar sagði "landsbyggðarreynslan"til sín. Ég meikaði það niðrá stoppistöð. Þá var strætó náttla seinn fjandakornið og ég vissi ekki hvort ég hafði misst af honum eða hvað. Allavega kom hann seint sem betur fer. Þá var strætókallinn, köllum hann pétur, að drífa sig til að ná áætlunninni aftur. Mjög hált á veginum og hann ætlaði að taka hægribeygju, kom sona frárein þið vitið með stoppskilti á. Hann náði ekki beygjunni og stefndi beint á skiltið og umferðareyjuna. Ég var búin að vera að hugsa um hvað það væri gaman að mæta í skólan með þessa afsökun en mér brá helvítimikið þegar hún var um það bil að rætast! Því miður náði hann að sveiga frá og inn á beinubrautina aftur, ég hefði alveg verið til í að lenda í strætóslysi :D
Héðan er annars helst að frétta að söngvakeppnin er í kvöld og ég held ég mæti bara, bjórkvöld á nellys eftir á...nja ég þarf að pakka, þótt mig langi alveg.
Dagskrá morgundagsins
9.00 Halda fyrirlestur um dans í New York á árunum 1900-1920
10.00-1400 Skólahelvítisdjöfull
14.00-15.00 Stærðfræðipróf
15.00-17.00 Árni Gísli bindindismaður með meiru kemur og sækir mig með systir mína í farteskinu og við höldum á stað þar sem hún getur haft sig til fyrir meinta freestylekeppni (kannast einhver við það..?) sem verður svo haldin í Austurbæ (kannast einhver við það..?). Klukkan fimm verður henni fleygt út í Austurbæ með það verkefni að gera sitt besta og við brunum Norður.
?20.00 Ef Árni stendur sig þá mæti ég í bæinn um þetta leyti og býst við blómum og kampavíni í forstofunni, allt hreint og fínt og nýbúið að búa um rúmið mitt með súkkulaði á koddanum. næsti hálftíminn færi í að kyssa fólk..(í eintölu) og éta góðan mat.
Að því loknu bæyst ég við að fara í aðra veislu til heiðurs mér, þar sem mér verður tekið vel fagnandi með söng og faðmlögum, gjöfum og ljóðum. Veislan verður væntanlega í glæsihöll (Lerkihlíð 1) og býst ég við að gestir hennar verði búnir að redda mér limosí til að komast í gleðskapinn!!
Restina er ekki hægt að plana ;)
OO hvað mig hlakkar til :*
Það munaði þó minnstu í gær því ég var næstum búin að lenda í strætó slysi.
Ég vaknaði eins og venjulega éinum og hálfum tíma fyrir skólann og það solleiðis söng í öllu húsinu útaf vindinum. Þegar nánar var gáð var alveg brjálað veður (eins og einhver sagði svo seinna um daginn ,,þetta er eins og að vera komin útá land" !! heimska fólk) Ég dröslaðist út með mína rifnu tösku og plastpokann góða í hendinni þar sem taska mín er svo smá. Bullandi mótvindur og ég satt að segja hélt að ég mundi fjúka beinustu leið aftur inní hús. Þar sagði "landsbyggðarreynslan"til sín. Ég meikaði það niðrá stoppistöð. Þá var strætó náttla seinn fjandakornið og ég vissi ekki hvort ég hafði misst af honum eða hvað. Allavega kom hann seint sem betur fer. Þá var strætókallinn, köllum hann pétur, að drífa sig til að ná áætlunninni aftur. Mjög hált á veginum og hann ætlaði að taka hægribeygju, kom sona frárein þið vitið með stoppskilti á. Hann náði ekki beygjunni og stefndi beint á skiltið og umferðareyjuna. Ég var búin að vera að hugsa um hvað það væri gaman að mæta í skólan með þessa afsökun en mér brá helvítimikið þegar hún var um það bil að rætast! Því miður náði hann að sveiga frá og inn á beinubrautina aftur, ég hefði alveg verið til í að lenda í strætóslysi :D
Héðan er annars helst að frétta að söngvakeppnin er í kvöld og ég held ég mæti bara, bjórkvöld á nellys eftir á...nja ég þarf að pakka, þótt mig langi alveg.
Dagskrá morgundagsins
9.00 Halda fyrirlestur um dans í New York á árunum 1900-1920
10.00-1400 Skólahelvítisdjöfull
14.00-15.00 Stærðfræðipróf
15.00-17.00 Árni Gísli bindindismaður með meiru kemur og sækir mig með systir mína í farteskinu og við höldum á stað þar sem hún getur haft sig til fyrir meinta freestylekeppni (kannast einhver við það..?) sem verður svo haldin í Austurbæ (kannast einhver við það..?). Klukkan fimm verður henni fleygt út í Austurbæ með það verkefni að gera sitt besta og við brunum Norður.
?20.00 Ef Árni stendur sig þá mæti ég í bæinn um þetta leyti og býst við blómum og kampavíni í forstofunni, allt hreint og fínt og nýbúið að búa um rúmið mitt með súkkulaði á koddanum. næsti hálftíminn færi í að kyssa fólk..(í eintölu) og éta góðan mat.
Að því loknu bæyst ég við að fara í aðra veislu til heiðurs mér, þar sem mér verður tekið vel fagnandi með söng og faðmlögum, gjöfum og ljóðum. Veislan verður væntanlega í glæsihöll (Lerkihlíð 1) og býst ég við að gestir hennar verði búnir að redda mér limosí til að komast í gleðskapinn!!
Restina er ekki hægt að plana ;)
OO hvað mig hlakkar til :*
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim