Useless information

But still...you´re reading it?

laugardagur, febrúar 25, 2006

Ef maður kann ekki textann þá semur maður nýtt..og það er oftast betri texti

Spekin hans bibba..? Ég er ekki viss.

Lördagskvöld og ég er að horfá það var lagið. Það gerist ekki sorglegra, ekki bætir úr að tvær stelpur eru að leika karlmenn og eru grútlélegar, hreint út sagt ógeðslega pirrandi. Stefán er fan nr.1 sem gerir það að verkum að ég þarf líka að hlusta á hann góla og fæ einstaka högg í öxlina "ha! ég vissi það" já stefán ég skal alveg segja þér að þú ert einstaklega góður í þessum leik, eflaust bestur bara, það er bara ekkert svo eftirsóknarvert.

Fór að vera smá slöpp á fimmtudaginn og allt stefndi í óefni. En þá birtist Binni um miðja nótt og eilega bara læknaði mig. Skreið uppí klukkan 4 aðfaranótt föstudagsins og þá fór mér batnandi. Fór meirað segja á æfingu áðan, drengurinn hefur töframátt hann má alveg eiga það.

...ohhh sji hemmi gunn er svo fair að það er alveg óhemjuleiðinlegt!! það var lagið endar alltaf með jafntefli. Haukur kom með ágætis hugmynd, hafa þetta útsláttakeppni. Smá spennu, smá reglur og almennilega keppni. Vitiði samt að það tekur 3 tíma að taka upp einn svona þátt og það eru alltaf teknir upp tveir í senn. Jey að vera í salnum, ég þyrfti að hafa áfengi um hönd til að nenna því.

Bibbi er tognaði í kjálkanum um daginn, hann tugði tyggjó í 5 tíma. Þar með hefur hann náð takmarki sínu, togna í öllu sem hægt er að togna í!! grátbroslegt alveg.

En vitiði, blankiflur er að farað læra póker. stuð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim