Venjulegur dagur..?
..dont think so. Byrja á því að vakna klukkan 9 og horfi á glæstar, held svo niður í miðbæ á óvenjulegan fund og þarf að leggja rétt hjá Alþingishúsinu og borga stöðumælagjald, ég var ekki með nema 45 kr. sem duga nú ekki í nema 25 mínótur eða svo. Þannig að þegar ég kem út af fundinum mínum klukkutíma og korteri seinna þurfti ég ekki einusinni að líta á bílinn til að vita að ég hefði fengið sekt, jibbí minn fyrsti stöðumælasektur ;) og má það vera sá síðasti! Ég held heim á leið, stærðfræðipróf klukkan 13.00 þannig að ég ætlaði að koma við heima og slappa aðeins af og kannski lesa yfir nokkrar glósur. Nei ekki fór eins og ég ætlaði, því áður en ég vissi af var ég komin á 4 fætur að grúska í þvottavélinni. Hún er nebbla biluð, eins og fleira hér í goðalandinu (klósetthurðin er alltaf læst og oppnast bara innan frá þannig að ef einhver ætlar að stelast hér á klósettið þá skal hann gjöra svo vel að skilja hurðina eftir opna á eftir sér.) Ég tók mér skrúfjárn í hönd og byrjaði að reyna að losa síuna, skrúfaði einhverja plötu lausa og reif ekkvað rör út sem ég veit ekkert hvar á upptök sín. Allt þetta bar þó engan árangur og því bið ég alla um að hugsa málið vandlega hvort þeir þekki einhvern sem er til í að koma og vinna þetta skítverk fyrir okkur.
Stærðfræðiprófið gekk framar vonum sem er mikill léttir þar sem raunmætingin er svona sirka 60%. lærði líka eins og berserkur í 8 tíma í gær :)
Eftir prófið borgaði ég sektina mína en fyrir þá sem hafa ekki orðið fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að fá stöðumælasekt þá fær maður 550kr afslátt ef maður borgar hana á innan við þremur dögum, þannig að samtals borgaði ég 995 kr fyrir að leggja rétt hjá alþingishúsinu hjá öllum jeppunum og benzunum :) það er ekki neitt maður!
Eftir bankann fór ég að þrífa bílinn og þurfti endilega að vera gat á slöngunni þannig að þegar vatnið fór á fullan straum þá varð Inga Birna rennandi. Ekki lét ég það á mig fá heldur bakkaði ég á bíl þegar ég var á leiðinni af þvottaplaninu, sem betur fer sá það enginn og ég gat keyrt í burtu.....nei hvað haldiði að ég sé!!! Við fylltum út skýrslu fyrir minnstu beyglu sem ég hef séð, ég þurfti stækkunar gler.
Ég veit ekki hvort ég eigi að þora út úr húsi aftur í dag, ég hef eilega ekki efni á því.. :I
Ég kem kannski með aðra eins sögu á eftir, þars sem dagurinn er aðeins hálfnaður!!
Blankiflur á góðan dag í dag, nooottt.
Stærðfræðiprófið gekk framar vonum sem er mikill léttir þar sem raunmætingin er svona sirka 60%. lærði líka eins og berserkur í 8 tíma í gær :)
Eftir prófið borgaði ég sektina mína en fyrir þá sem hafa ekki orðið fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að fá stöðumælasekt þá fær maður 550kr afslátt ef maður borgar hana á innan við þremur dögum, þannig að samtals borgaði ég 995 kr fyrir að leggja rétt hjá alþingishúsinu hjá öllum jeppunum og benzunum :) það er ekki neitt maður!
Eftir bankann fór ég að þrífa bílinn og þurfti endilega að vera gat á slöngunni þannig að þegar vatnið fór á fullan straum þá varð Inga Birna rennandi. Ekki lét ég það á mig fá heldur bakkaði ég á bíl þegar ég var á leiðinni af þvottaplaninu, sem betur fer sá það enginn og ég gat keyrt í burtu.....nei hvað haldiði að ég sé!!! Við fylltum út skýrslu fyrir minnstu beyglu sem ég hef séð, ég þurfti stækkunar gler.
Ég veit ekki hvort ég eigi að þora út úr húsi aftur í dag, ég hef eilega ekki efni á því.. :I
Ég kem kannski með aðra eins sögu á eftir, þars sem dagurinn er aðeins hálfnaður!!
Blankiflur á góðan dag í dag, nooottt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim