Useless information

But still...you´re reading it?

laugardagur, júlí 29, 2006

Fjórða fréttayfirlit sumarsins

Ný vöknuð og sæl í góðaveðrinu hér heima ákveð ég að rita fjórða fréttayfirlit mitt það sem af er sumri. Ekki búin að setjast við tölvu síðan ég fór frá reykjavík þannig að þetta er nokkuð stór stund og telst til merkilegri atburða á þessum síðari kafla sumarsins. (þvílíkur inngangur ;)

ég er búin að vera vinna sem flokkstjóri hjá vinnuskólanum, fínasta djobb. Ágætt að reyna sína leið til að díla við unglinga á hápunkti gelgjunnar og gefa þeim ráð um hvernig best er að reyta arfa, klippa njóla og raka það svo saman þannig að sem minnst möl fylgir með. I mean, this stuff will help you in the future!! :) Unglingavinnan er samt enginn fótbolti en maður verður að sætta sig við það sem maður fær, eða má gera.

Fór á sigurrós í Öxnadal í gærkvöldi, ohh þvílík snilld. Eitt af mómentunum sem mun standa uppú eftir sumarið. Þeir stilltu sér upp með hraundranga í baksýn og svo var lítill varðeldur hjá sviðinu, við klæddum okkur í allt sem við gátum, höfðum nesti og nokkrar handsprengjur með okkur. Svo settist maður á teppi úti í góðu veðri með fullt af fólki, sötraði bjór, hlustaði á músík og horfði á fjöllin í kring. Úff yndisleg stund skal ég segja ykkur.

Við stelpurnar erum líka búnar að vera ræða það að fara hringinn í krnigum landið síðustu vikuna áður en skólinn byrjar, bara keyra, lifa á grill og sjoppufæði og tjalda þar sem okkur dettur í hug. Góð hugmynd. Það meiga allir koma með.

Ég er búin að vera að gera herbergið mitt upp og er búin að vera að spasla, pússa, mála og henda ógurlega mikið af gömlu drasli sem maður hefur af einhverjum ástæðum ákveðið að geyma. Þetta rifjar upp gamla tíma, góðar minningar :) Að finna gamlar "vinir mínir" bækur og svolleis stuff og lesa um uppáhalds hljómsveitina á þeim tíma. FIVE hver man eftir þeim og svo skrifaði ég um drauma prinsinn minn að hann myndi vera sætur og góður og ekkvað meira svoleiðis dót en nei svo skrifa ég að hann fer svo frá mér en þegar hann er farinn frá mér að þá sér hann svo eftir því og kemur til mín aftur og þá lifum við hamingjusöm til æviloka og eignumst 3 börn :) æji var maður steik eða hvað, orðin uppfullur af bandarískum rómantískum myndum.

Stóra stundin fer að renna upp og eftir viku mun ég sitja í eyjum að hlunkast með hlunkunum öllum :) get ekki beðið eftir að sjá ykkur stjörnurnar mínar, þetta verður best :) flýg beint frá króknum þannig að ég slepp við að hossast í bát og bíl :) En ég býst við mótökunefnd á flugvellinum, ég rata ekkert um þetta svæði.

Síðast en ekki síst erum við Binni að spá í að finna okkur helgarferð áður en veturinn kemur, það verður ljúft. Spá í veseni á mér þegar hann er fyrir norðan þá fer ég suður og svo loksins þegar hann kemur suður þá er ég farin norður áður en ég veit af. En hann flytur hingað á mánudaginn attur og þá loksins verður þetta eins og það á að vera :)

Jha blankiflur er sammála sér um það að þetta hafi verið nokkuð gott fréttayfirlit, komin á gott ról og farin að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum þriðja sumarið í röð. plís veriði dugleg að kommenta ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim