Allt svo rólegt og gott
Í dag er fimmtudagur, í gær var miðvikudagur og á morgun er föstudagur. Það er í rauninni ekkert meira um þessa daga að segja, nema það að þeir voru, eru og verða. Skólinn er ekki að buga mig í augnablikinu heldur er hann akkurat mátulegur, vinnan er akkurat mitt á milli, ekki of mikil ekki of lítil. Frítiminn minn er líka akkurat nógur og æfingarnar koma akkurat á réttum tíma inní dagskrána, þannig að ég rétt næ að fara að iða af hreyfingarleysi í saumastólnum, ahh þá er komið að æfingu. Ég hef fundið hið fullkomna jafnvægi og það eina sem veldur mér hugarangri núna er það hvað á einvherntímann eftir að raska þessari ró minni
En það þýðir ekki
Blankiflur er í góðu jafnvægi :)
En það þýðir ekki
Blankiflur er í góðu jafnvægi :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim