Useless information

But still...you´re reading it?

sunnudagur, maí 20, 2007

Kósý fílingur

Í gær var ég í veislu hjá margréti í litla 7 tíma. Family and friends mættu klukkan hálf 4 og síðan mættu stjörnurnar klukkan 7. Setið og spjallað um gamla tíma og eyjar rifjaðar upp í hundraðasta skipti og enn einu sinni staðhæfðu menn það að árið í ár yrði sko bara ennþá betra! :) síðan var bara rúntað í bænum og endað á að ég Alli og Vala fengum okkur væna máltíð á aktu taktu fyrir svefninn.

Í dag er svo búinn að vera rosalegur kósýfílingur í mér. Vaknaði seint og kúrði bara undir sæng, voða gott. Gisti hjá möggu og því fékk ég fullt af kræsingum sem urðu afgangs eftir veislur gærdagsins þegar ég loksins kem mér fram. Svo kúrði ég bara fyrir framan imbann yfir grönnum þangað til Vala þurfti að fara. Þá neyddist ég til að þurfa að sækja föt út í bíl og þá var mér ljóst að það var grenjandi rigning. Rigningin í dag var mér svo sannarlega kær, þá rann sú litla drulla sem hafði komið á mína kæru nýbónuðu Astrid af eins og hendi væri veifað og ég þarf ekki að smúla hana eins og til stóð (hehe ég er ennþá svo stolt að hafa bónað bílinn minn (fékk "reyndar" pínu hjálp, með bónið, ekki spurning, en sjálf tjöruhreinsaði ég hann og þreif) að ég bara varð að skjóta því að.) Þegar Vala var farin var svo kúrt yfir one tree hill þangað til að kom að æfingu. Ohh hvað þetta var ljúfur þynnkulaus sunnudagur, svona eiga þeir að vera.

Gaman á æfingu, markmiðssetningarfundur á eftir og pasta í boði stjörnunnar. (enn batnar það, ég þurfti ekki að elda né borga fyrir mat í dag ;)

Þá er ég komin að líðandi stund, sit í tölvunni hjá Svönu frænku. En mér til mikillar gleði er amma á Ak hér í heimsókn og við áttum gott spjall og kúr áðan :) Þannig að í dag er kúr dagur og mega þeir verða fleiri :)

Flyt til sólborgar á morgun og fer í atvinnuviðtal hjá póstinum. Fyrsti leikur í Landsbankadeild kl. 19.45 á móti val!!!

Þetta er búinn að vera góður dagur og ég verð bara að segja ykkur það kæru lesendur að ég er farin að verða mjög bjartsýn á sumarið og það sem er yet to come..

Blankiflur er voða kósý í dag og útnefnir hér með sunnudaga alþjóðlega kúri daga :) bið ykkur vel að lifa og kommenta, skrifa very soon.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim