Useless information

But still...you´re reading it?

laugardagur, mars 17, 2007

slen

Laugardagsmorgun og ég ætlaði að reynað sofa út en nei ég var vakin og get ekki sofnað aftur. Alltaf huggó samt að skríða í náttbuxurnar og hlýju peysuna og sniglast niður í sófa þar sem ágúst situr með gameboyinn sinn og horfir á barnatímann með öðru auganu. Ég tek sængina með mér og horfi með honum á einhverja disney mynd. Þetta er það heimilislegasta sem ég veit.

En það er ástæða fyrir því að maður var rekinn á fætur svona fyrir allar aldir. Það er verið að skipta um hurðir hérna í húsinu og mitt herbergi varð víst að vera tekið fyrst. Ég svo sem kvarta ekki, ég er að horfa bandaríska baseball mynd sem lofar þvílíkt góðu!

Meir af uppvakningu minni, en ég vaknaði með skringilegustu kvilla í morgun. Ég er búin að vera með hellur sem ég er enn að reynað losa, búin að prófa öll trix. Svo er ég búin að vera með ekkvað í hálsinum og það bara vill ekki fara. Asnalegast er þó að ég er búin að vera hágrenjandi í allan morgun. í fyrsta lagi var erfitt að opna augun ekki útaf því að ég var þreytt, það var bara erfitt að opna þau útaf einhverju öðru og í hvert skipti sem ég blikkaði vildu þau ekki opnast aftur, plús það að tárin streymdu niður kinnarnar. Síðast en ekki síst var nefið mitt alveg stíflað og ég þurfti að stökkva upp til að sníta mér. Ekkert voðalega þægilegt að láta það vera sitt fyrsta verk á morgnana, en það hafa eflaust margir þurft að gera það sama. Það versta var að ég greip nefsprayið hans Binna á leið inní rúm aftur. Hann þarf greinilega ofursterkt spray því eftir fyrstu sprautuna var eins og kviknað væri í nefinu á mér. Ekkvað mentol rugl strekt sprey og ég er ennþá að jafna mig!

Ég fer suður á eftir um þrjú leytið. Ég og Helga Einars ætlum að bruna og þiggja matarboð hjá Thelmu ásamt Söndru og Sólborgu :) hlakka til að hitta ykkur stelpur mínar í borginni. Við erum þó aðalega að fara suður til að fótboltast. Stjarnan-KR í eigilhöll sunnudagskvöldið kl. 21.00! fáránlegur tími! En ég fæ að byrja leikinn og Helga ætlar að hvetja okkur til dáða á hliðarlínunni ;)

En ég held ég hafi þetta ekki lengra núna, þessi baseball mynd er að snúast út í vitleysu ég verð að farað fylgjast með. Það virðist sem stjarnan í liðinu sé farin að snúa sér að eldamennsku en þorir ekki að viðurkenna það því pabbi hans er þjálfarinn hans og er alltaf að pressa á hann því þetta er draumur pabba hans :D hehe

Blankiflur má ekki missa af þessari

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim