Useless information

But still...you´re reading it?

sunnudagur, desember 12, 2004

Þriðji í aðventu

Góðan eftir middag og gleðilegan þriðja í aðventu. Já næst síðasta helgi fyrir jól nánast liðin og ekki er ég búin að framkvæma neitt sem þurfti að gera. Þessir síðustu dagar fyrir jól verða strembnir..but thats what christmas is all about, sagði the grinch einhvern tímann. Jæja þá ég verð þá bara að sætta mig við það!
Sú stórskemmtilega hefð að skera út laufabrauð var haldin í dag og það má segja að ég sé bara alls ekkert spes í því. Þetta er alveg hrikalega langdregin athöfn, og það náttla gengur ekki að setja nammiskál, snakkskál, harðfisk með smjöri, bananabrauð og jólabland fyrir framan nebban á Ingu Birnu. Ég væri alveg til að æla núna

Í gær fór ég í fyrsta skipti á jólahlaðborð og mér tókst náttla að klúðra því alveg rusalega. Þegar ég hugsa um þetta eftir á að þá má segja að þetta hafi verið svona bridget jones klúður allt saman. Ég og Klara ætluðum að vera "like this" þar sem við vorum einu "makarnir" og guð minn almáttugur. Það má segja að við vorum "like this" bara verst að hún er búin að búa í Hollandi og drekka fullt af áfengi á dag, rosa expert í vínsmökkun og ég náttla dregin með í það! Hún stóð og ræddi heillengi um þetta við manninn og smakkaði allskonar vín og mér var náttla alltaf rétt glas, stóð eins og bjáni og jánkaði og steypti þessu öllu í mig. Betur geta sleppt því! Ég náði heldur ekki að borða neitt mikið..fékk mér eitthvað sænskt kjöt og hamborgarahrygg og var allavega klukkutíma með það. Þá var líka komið gott og ég bað Kidda Túrbó 10 sinnum að hella vatni í glasið mitt. Svipurinn :) Nú kvöldið fjaraði svo bara út og ég var komin heim áður en mamma og pabbi fóru að sofa. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt enda spjallaði ég við mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt, og það er ekki oft sem maður er með rauðvín, kampavín, gin í greip og vatn með matnum ;)

Já þá tekur við enn ein vikan af púli og væntanlegu stressi sem fylgir þessarri hátíð alltaf!! Just keep swimming, just keep swimming.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim