Mrs Lonley
Uhuh páskafríið búið og það sem var svo lengi að koma en fljótt að fara! Þetta var samt eitt besta páskafrí allra tíma þökk sé öllu góða fólkinu í kringum mig..sem ég svo asnaðist til að fara frá til að vera einmana...
Ég er Nörd í þessum skóla, það er ekkert flóknara en það. Ég er að spá í að bara vera ekkert að vinna gegn því. Nokk sama hvað þessu fólki hérna finnst. Ég er t.d. búin að fá 10 á 5 bókfærslufprófum í röð, síðast í gær. Þá snéri gaurinn sem situr alltaf fyrir framan mig, svona ideal nörd með spángir mjótt andlit og asnalegur, sér við og spurði hneykslaður...bíddu ertu búin að fá tíu á öllum prófunum. Sjitt fólk er farið að taka eftir mér hérna..sem lærdómssjúkling og ég greyið sem læri ekki neitt.
Svo er líka gaman að segja frá því að ég er alein hérna núna, Magga er í Portúgal og allar stjörnustelpurnar með þannig að ég get ekki setið hjá neinum í matsalnum og ætlaði sko ekki að sitja ein! Þannig að ég fór í hagkaup á Astrid, langaði í ekkvað hollt. Fer inn og kaupi mér svona bakka frá Sóma, kjúklingapasta. Trópí og epli því ávextir eru svo hollir fyrir húðina! Hmm hvar ætti ég að borða, auðvita læt ég ekki astrid standa eina úti á bílastæði með öllum þessum bílum svo ég fer og veiti henni félagskap, kveiki á útvarpinu. Kemur ekki, eftir smá stund þegar ég er búin að opna pastað mitt og háma það í mig, mr lonley lagið. Sem er ekkert smá sorglegt..ég sat ein inni bíl á bílastæðinu horfði á bíla koma og fara með kjúklingapastað mitt á lærunum hlustandi á ,,mister lonley, i´m so lonley, i have nobody to call my own" Stúlkur mínar, vinkonur þið einar getið bjargað mér...viljiði hugsa um að koma hingað og leigja með mér í sumar!!
Kem um helgina...4 dagar eru bara of mikið :) mrs lonley kveður úr grárri rigningunni í borginni :,(
Ég er Nörd í þessum skóla, það er ekkert flóknara en það. Ég er að spá í að bara vera ekkert að vinna gegn því. Nokk sama hvað þessu fólki hérna finnst. Ég er t.d. búin að fá 10 á 5 bókfærslufprófum í röð, síðast í gær. Þá snéri gaurinn sem situr alltaf fyrir framan mig, svona ideal nörd með spángir mjótt andlit og asnalegur, sér við og spurði hneykslaður...bíddu ertu búin að fá tíu á öllum prófunum. Sjitt fólk er farið að taka eftir mér hérna..sem lærdómssjúkling og ég greyið sem læri ekki neitt.
Svo er líka gaman að segja frá því að ég er alein hérna núna, Magga er í Portúgal og allar stjörnustelpurnar með þannig að ég get ekki setið hjá neinum í matsalnum og ætlaði sko ekki að sitja ein! Þannig að ég fór í hagkaup á Astrid, langaði í ekkvað hollt. Fer inn og kaupi mér svona bakka frá Sóma, kjúklingapasta. Trópí og epli því ávextir eru svo hollir fyrir húðina! Hmm hvar ætti ég að borða, auðvita læt ég ekki astrid standa eina úti á bílastæði með öllum þessum bílum svo ég fer og veiti henni félagskap, kveiki á útvarpinu. Kemur ekki, eftir smá stund þegar ég er búin að opna pastað mitt og háma það í mig, mr lonley lagið. Sem er ekkert smá sorglegt..ég sat ein inni bíl á bílastæðinu horfði á bíla koma og fara með kjúklingapastað mitt á lærunum hlustandi á ,,mister lonley, i´m so lonley, i have nobody to call my own" Stúlkur mínar, vinkonur þið einar getið bjargað mér...viljiði hugsa um að koma hingað og leigja með mér í sumar!!
Kem um helgina...4 dagar eru bara of mikið :) mrs lonley kveður úr grárri rigningunni í borginni :,(
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim