Draumar
Laugardagur 10 sept og ég bara vöknuð klukkan 10.45 á laugardagsmorgni. Bikarúrslitaleikur á eftir og ég bara gat ekki sofið lengur. Það er nefnilega svo óþægilegt, nóttina fyrir mikilvæga leiki dreymir mig alltaf að ég sé að missa af honum. Fyrir Stjörnuleikinn dreymdi mig að ég hefði farið heim og verið að dúlla mér ekkvað með binna í sveitinni svo fattaði ég alltí einu að ég hefði átt að vera að spila þegar leikurinn hefði átt að vera búin. Ég vaknaði nánast grenjandi með of háan blóðþrýsting við það að fá hjarta áfall. Svo gerðist það aftur í nótt að mig dreymdi að ég hefði ekki fundið skóna mína og að ég hefði ekki fundið búninginn og allt úr böndunum, og leikurinn var nálægt þannig að ég gat séð leikinn. Og hann leið svo hratt að ég rétt náði að spila kannski 10 mínótur...mér var mjög létt þegar ég vaknaði í morgun.
;
Allavega, dagskráin framundan. Leikurinn í dag klukkan hálf fimm á laugardalsvelli, ég er á bekknum og kem hugsanlega inná. Sýndur á Rúv ef einhver kærir sig um að vita það. Þaðan förum við á nings að borða og í myndatökur og ekkvað. Svo förum við ekkvað að djamma að ég held. Það verður þó ekkert verulegt þar sem að það er landsliðsæfing kl 11 morgunninn eftir og svo er 2.fl að keppa í bikarúrslitum á þriðjudaginn þannig að búz er bannað.
Er að spá í að setja nokkrar myndir úr útilegunni hér í denn :) inná gilsbungu
Blankiflur
;
Allavega, dagskráin framundan. Leikurinn í dag klukkan hálf fimm á laugardalsvelli, ég er á bekknum og kem hugsanlega inná. Sýndur á Rúv ef einhver kærir sig um að vita það. Þaðan förum við á nings að borða og í myndatökur og ekkvað. Svo förum við ekkvað að djamma að ég held. Það verður þó ekkert verulegt þar sem að það er landsliðsæfing kl 11 morgunninn eftir og svo er 2.fl að keppa í bikarúrslitum á þriðjudaginn þannig að búz er bannað.
Er að spá í að setja nokkrar myndir úr útilegunni hér í denn :) inná gilsbungu
Blankiflur
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim