ojojoj...
..gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hef ekki haft neinn áhuga á að setjast við tölvuna í 22 daga, en það hlaut að koma að því að löngunin kæmi aftur..en ég ætla þó bara að vera stuttorð. Búin að vera rosalega góð og kósí jól í bland við sudda djamm bæði annan í jólum og á áramótunum og ælta ég að hafa áramótaheitið mitt bjartsýni þetta árið. Enda vonast ég til þess að boltinn komist á flug, námið verði áhugavert ;) og mér fari að líða betur í reykjavík. Það að vera á einum stað en hausinn á öðrum er bara ekkert sniðugt, enda býst ég við að ég verði minna á ferðinni þetta árið..en það kemur allt í ljós.
Ég ætla ekkert að farað tína saman einhvern langan áramótaannál en ég er þó búin að afreka ýmislegt á árinu s.s. flytja suður og flytja u.þ.b. 8 sinnum á milli staða. Hef eignast minn fyrsta bíl sem hefur hýst mig og ótrúlega mikið af dóti á meðan ég svaf bara einhverstaðar þegar á flutningunum stóð. Bjó ein í 3 mánuði yfir sumarið, keypti í matinn, eldaði og sá um að reka bílinn...úff god það er meira en að segja það. Flutti inn í goðalandið 1. sept, en það er náttla lífsreynsla fyrir sig að búa þar með köllunum þremur. Smíðaði söðul frá grunni og eignaðist fyrstu saumavélina :) gleði gleði! Fékk síðan að koma heim snemma og náttla ræbblaðist til að ráða mig í vinnu alveg fram á aðfangadag. Jæja ég lifði þetta af og bankabókin verður veglegri fyrir vikið :)
Framundan er svo nýtt ár, nýir erfiðleikar og nýir góðir tímar, ný djömm og nýjar kveðjustundir. Æji þetta verður bara gaman :)
Ætlað setja myndir inn þegar ég kem suður, eftir 5. jan. Frá afmælinu og einhverju sem ég var að dunda við í fríinu.
Blankiflur, komin aftur :)
Ég ætla ekkert að farað tína saman einhvern langan áramótaannál en ég er þó búin að afreka ýmislegt á árinu s.s. flytja suður og flytja u.þ.b. 8 sinnum á milli staða. Hef eignast minn fyrsta bíl sem hefur hýst mig og ótrúlega mikið af dóti á meðan ég svaf bara einhverstaðar þegar á flutningunum stóð. Bjó ein í 3 mánuði yfir sumarið, keypti í matinn, eldaði og sá um að reka bílinn...úff god það er meira en að segja það. Flutti inn í goðalandið 1. sept, en það er náttla lífsreynsla fyrir sig að búa þar með köllunum þremur. Smíðaði söðul frá grunni og eignaðist fyrstu saumavélina :) gleði gleði! Fékk síðan að koma heim snemma og náttla ræbblaðist til að ráða mig í vinnu alveg fram á aðfangadag. Jæja ég lifði þetta af og bankabókin verður veglegri fyrir vikið :)
Framundan er svo nýtt ár, nýir erfiðleikar og nýir góðir tímar, ný djömm og nýjar kveðjustundir. Æji þetta verður bara gaman :)
Ætlað setja myndir inn þegar ég kem suður, eftir 5. jan. Frá afmælinu og einhverju sem ég var að dunda við í fríinu.
Blankiflur, komin aftur :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim