Nenni ekki að setja sniðuga fyrirsögn
Hallóhalló..og gleðilegt nýtt ár. Mér hafa borist fjöldinn allur af áskorunum um að blogga..skil ekkert í þessu..
Já nú er árið 2004 búið og eins og vanalega hafa orðið miklar breytingar frá því fyrsta jan 2004. En óvenju miklar á þessu ári má sega. Eins og flestir vita þá bjó ég á akureyri helming ársins, sem ég get varla trúað. Mér finnst svo langt síðan ég var þar. Þegar ég hugsa um það finnst mér árið hafa verið óvenju lengi að líða!
En svo kom sumar og ég stóð á þeirri skoðun að ég skyldi breyta til næsta haust og ekki snúa aftur á Ak. Sumarið var líka alveg gasalega mikið frábrugðið öðrum sumrum hjá mér. Enginn fótbolti og ég hélt að það mundi ganga frá mér, líka það að vera vinnnulaus alveg fram í júní, þegar mamma hringdi í mig (þá búin að hringja í öll fyrirtæki á króknum) og tilkynnti mér að ég væri komin með vinnu hjá Brynjari í bókabúðinni. WHAT!! Ok ég hélt að ég mundi lokast af..ekki hitta neinn þar sem búðin er alveg í enda bæjarins og mundi ekki fara á neinar fótboltaæfingar og því ekki hitta félagana þar, og ég var að vinna frá 9-18 og þurfti svo að æfa hnéð, ég nánast grét mig í svefn þessa fyrstu daga sumarsins og hélt að lífið gæti ekki orðið svartara. En viti menn, eftir nokkra daga var inga hætt að gráta sig í svefn og sagði við sjálfan sig að þetta gengi ekki lengur. Ég fór þá og bað um flokk hjá Tindastól og viti menn ég fékk alveg yndislegan hóp af stúlkum til að kenna að sparka í bolta og þær gáfu mér líka helling í reynslubankan í staðinn. Ég fór að stunda líkamsrækt og átti mín fyrstu kynni af vímugjafanum alkóhóli sem ég hefði nú betur getað sleppt því nú verður erfitt að hætta (en það skal samt takast!) Ég gat verið með fjölskyldunni og dansaði heilan helling. Ég og Vala fórum í rússíbanaferð saman í summerlovin og henni er sem betur fer lokið enda við glaðar og ánægðar stúlkur í dag. Margir íþróttaviðburðir voru á króknum og svo rosalega gott veður. Þegar ég lít tilbaka yfir sumarið finnst mér árið hafa verið hrikalega fljótt að líða!
Svo kom haust og ég hafði bara góða tilfinningu fyrir því að vera bara róleg heima á krók að framkalla og safna pening. RÓLEG!! Inga getur ekki verið róleg! Það endaði með því að ég fékk mér vinnu í féló..aðalega við að kenna dans og ég með bilaða hnéð braut allar reglur. Uppá það bættist að ég gerðist nokkurs konar staðgengill Loga Dans í leikritinu og þurfti að stressa mig hrikalega yfir því..enda uppskar maður það sem maður sáði í lokin :) plús það að á þessu tímabili kvíldu á mér tvær ritgerðir og jafn margar bækur sem átti að lesa og skila í utanskóla náminu sem ég skráði mig líka í!! úff hvað ég var fegin þegar þessi tími var yfir staðin! Þá fékk ég sem betur fer færi á að kynnast einstakri manneskju, svona manneskju sem gleymist seint :) það sem eftir var af árinu fór í að: vinna, dansa, pumpa, taka beyju, læra, taka próf, kíkja í sveitina, skemmta mér og eiga tíma aflögu með famelíen. Það sem ég uppskar af því var: hálfri milljón ríkari..eftir eyðslu sumarsins!, tvö frábær dansatriði í thriller og glaðar stelpur í 6 bekk og á Hofsósi, styttist í boltan aftur, hellings bensíneyðsla, kann allt í málsögu og pínu í Snorra eddu, þrjár níur og einingu fyrir leikritið, mjög svo eigulegan kærasta (eins og hann orðaði það) og magnaða tengdafjölskyldu, bragða allskonar vín og uppgötva hæfileika bróður míns í að sýnast einhverfur og að systir mín og ég dýrkum báðar á Lifehouse og viljum ólmar innleiða þessa hljómsveit inn í samfélagið!!
Ekki slæm uppskera þetta ha!? Ég er mjög sátt með gamla árið enda strengi ég engin áramótaheit heldur geri það sem mig dreymir um að gera..held suður á bóginn í sjúkraþjálfun og saumaskap og býst við að dansinn tvinnist ekkvað inn í þetta þegar fram líða stundir..ófá símtöl heim eiga líka eftir að skipa stóran sess á þessu ári og væntanlega ýmis vandamál sem ég fæ að dunda við að leysa. Annars líður mér vel með þetta ár sem er að koma, finnst ég loksins vera að gera eitthvað sem mig langar virkilega til og ekkert sem heldur aftur af mér.
Besti dagur ársins: Ammælið mitt :)
Áhrifaríkasti dagur ársins: 28 Maí, þegar allt breyttist í 2.flokks leik á móti Fjölni.
Besta Djamm ársins: Loveguru og annar í jólum
Skemmtilegasta roadtripp ársins: Verslunarferð mín og Völu í borgina snemma sumars.
Besta mynd ársins: Guð minn góður, að ég skuli hafa reynt að muna það!!
Mesta lag ársins: nomanoma jey, nomanomanoma jey
Félag ársins: Gilsbungur hey!
Maður ársins: Ég að sjálfsögðu :) allavega ekki skáklessan!!
Bíll ársins: Toyotan hans Binna sem fór að bila eftir að ég kom til sögunnar :)
Ég vona að þetta sé nó! Ég ætla að farað lesa mig í svefn...góða nótt :*
Ps. Ingvi, Takk kærlega fyrir mig og gleðileg jól og eigðu gott hálft ár í USA og hinn helminginn hér! Ég ætla ennþá að koma að sækja þig á fluvöllinn!!
Já nú er árið 2004 búið og eins og vanalega hafa orðið miklar breytingar frá því fyrsta jan 2004. En óvenju miklar á þessu ári má sega. Eins og flestir vita þá bjó ég á akureyri helming ársins, sem ég get varla trúað. Mér finnst svo langt síðan ég var þar. Þegar ég hugsa um það finnst mér árið hafa verið óvenju lengi að líða!
En svo kom sumar og ég stóð á þeirri skoðun að ég skyldi breyta til næsta haust og ekki snúa aftur á Ak. Sumarið var líka alveg gasalega mikið frábrugðið öðrum sumrum hjá mér. Enginn fótbolti og ég hélt að það mundi ganga frá mér, líka það að vera vinnnulaus alveg fram í júní, þegar mamma hringdi í mig (þá búin að hringja í öll fyrirtæki á króknum) og tilkynnti mér að ég væri komin með vinnu hjá Brynjari í bókabúðinni. WHAT!! Ok ég hélt að ég mundi lokast af..ekki hitta neinn þar sem búðin er alveg í enda bæjarins og mundi ekki fara á neinar fótboltaæfingar og því ekki hitta félagana þar, og ég var að vinna frá 9-18 og þurfti svo að æfa hnéð, ég nánast grét mig í svefn þessa fyrstu daga sumarsins og hélt að lífið gæti ekki orðið svartara. En viti menn, eftir nokkra daga var inga hætt að gráta sig í svefn og sagði við sjálfan sig að þetta gengi ekki lengur. Ég fór þá og bað um flokk hjá Tindastól og viti menn ég fékk alveg yndislegan hóp af stúlkum til að kenna að sparka í bolta og þær gáfu mér líka helling í reynslubankan í staðinn. Ég fór að stunda líkamsrækt og átti mín fyrstu kynni af vímugjafanum alkóhóli sem ég hefði nú betur getað sleppt því nú verður erfitt að hætta (en það skal samt takast!) Ég gat verið með fjölskyldunni og dansaði heilan helling. Ég og Vala fórum í rússíbanaferð saman í summerlovin og henni er sem betur fer lokið enda við glaðar og ánægðar stúlkur í dag. Margir íþróttaviðburðir voru á króknum og svo rosalega gott veður. Þegar ég lít tilbaka yfir sumarið finnst mér árið hafa verið hrikalega fljótt að líða!
Svo kom haust og ég hafði bara góða tilfinningu fyrir því að vera bara róleg heima á krók að framkalla og safna pening. RÓLEG!! Inga getur ekki verið róleg! Það endaði með því að ég fékk mér vinnu í féló..aðalega við að kenna dans og ég með bilaða hnéð braut allar reglur. Uppá það bættist að ég gerðist nokkurs konar staðgengill Loga Dans í leikritinu og þurfti að stressa mig hrikalega yfir því..enda uppskar maður það sem maður sáði í lokin :) plús það að á þessu tímabili kvíldu á mér tvær ritgerðir og jafn margar bækur sem átti að lesa og skila í utanskóla náminu sem ég skráði mig líka í!! úff hvað ég var fegin þegar þessi tími var yfir staðin! Þá fékk ég sem betur fer færi á að kynnast einstakri manneskju, svona manneskju sem gleymist seint :) það sem eftir var af árinu fór í að: vinna, dansa, pumpa, taka beyju, læra, taka próf, kíkja í sveitina, skemmta mér og eiga tíma aflögu með famelíen. Það sem ég uppskar af því var: hálfri milljón ríkari..eftir eyðslu sumarsins!, tvö frábær dansatriði í thriller og glaðar stelpur í 6 bekk og á Hofsósi, styttist í boltan aftur, hellings bensíneyðsla, kann allt í málsögu og pínu í Snorra eddu, þrjár níur og einingu fyrir leikritið, mjög svo eigulegan kærasta (eins og hann orðaði það) og magnaða tengdafjölskyldu, bragða allskonar vín og uppgötva hæfileika bróður míns í að sýnast einhverfur og að systir mín og ég dýrkum báðar á Lifehouse og viljum ólmar innleiða þessa hljómsveit inn í samfélagið!!
Ekki slæm uppskera þetta ha!? Ég er mjög sátt með gamla árið enda strengi ég engin áramótaheit heldur geri það sem mig dreymir um að gera..held suður á bóginn í sjúkraþjálfun og saumaskap og býst við að dansinn tvinnist ekkvað inn í þetta þegar fram líða stundir..ófá símtöl heim eiga líka eftir að skipa stóran sess á þessu ári og væntanlega ýmis vandamál sem ég fæ að dunda við að leysa. Annars líður mér vel með þetta ár sem er að koma, finnst ég loksins vera að gera eitthvað sem mig langar virkilega til og ekkert sem heldur aftur af mér.
Besti dagur ársins: Ammælið mitt :)
Áhrifaríkasti dagur ársins: 28 Maí, þegar allt breyttist í 2.flokks leik á móti Fjölni.
Besta Djamm ársins: Loveguru og annar í jólum
Skemmtilegasta roadtripp ársins: Verslunarferð mín og Völu í borgina snemma sumars.
Besta mynd ársins: Guð minn góður, að ég skuli hafa reynt að muna það!!
Mesta lag ársins: nomanoma jey, nomanomanoma jey
Félag ársins: Gilsbungur hey!
Maður ársins: Ég að sjálfsögðu :) allavega ekki skáklessan!!
Bíll ársins: Toyotan hans Binna sem fór að bila eftir að ég kom til sögunnar :)
Ég vona að þetta sé nó! Ég ætla að farað lesa mig í svefn...góða nótt :*
Ps. Ingvi, Takk kærlega fyrir mig og gleðileg jól og eigðu gott hálft ár í USA og hinn helminginn hér! Ég ætla ennþá að koma að sækja þig á fluvöllinn!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim