Hérna er viðtal sem var samið fyrir mig meðan ég var í Breiðablik
Inga Birna er fyrrverandi Íslandsmeistari í freestyle. Hér hefur hún tekið bikarinn sem hún tapaði af sl. vetur traustataki og er á leið með hann úr landi ... eftir því sem best er vitað þá hefur hún ekki enn fundist en frést hefur af henni á helstu stórviðburðum heims, þar sem hún dansar um og syngur ... „ég er meistari ég er meistari!!!“ Síðast fréttist af henni með týnda píanóleikaranum þar sem þau voru að undirbúa sýningu í Royal Albert Hall!
Fullt nafn: Inga Birna Friðjónsdóttir
Gælunafn: Dancing Queen - allir vinir mínir kalla mig samt bara Queen eða Her Royal Highness
Aldur: Já örugglega
Hvað eldaðir þú síðast: Ég ... fór í sjoppuna og keypti kúlúsúkk
Hvernig gemsa áttu: Ég á ekki gemsa, bara Nokia farsíma
Símanúmer: Já auðvitað!
Uppáhalds sjónvarpsefni: Dans um víða veröld
Besta bíómyndin: Dirty DancingHvaða tónlist hlustar þú á:
Danstónlist, Spice Girls og mig - hér er sýnishorn
Uppáhalds útvarpsstöð: DansstöðinUppáhalds drykkur: Drekk ekki - ég er íþróttamaður!
Ertu hjátrúarfull fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Já þarf alltaf að taka tvö dansspor í klefanum hjá hinu liðinu áður en þær koma. Hef einu sinni skroppið þangað inn til að dansa þegar stelpurnar voru úti að hita upp en þegar ég var að taka eina píríettu (æi þú veist, svona snúning) þá kom þjálfarinn þeirra út af klósettinu og rak mig út. Ég tapaði leiknum!
Hvernig er best að pirra mótherjann: Dansa framhjá honum
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þeim sem ekki dansa í kringum mig
Hvert var helsta átrúnaðargoð þitt á yngri árum: Heiðar Ástvalds hefur alltaf verið mitt uppáhald!!! - hann er æði!
Erfiðasti mótherji: ohh... Björk í Dancing in the Dark - ég var alltaf að reka mig í en af því að Björk var sko blind í myndinni þá átti hún miklu auðveldara með að venjast myrkinu!!!Ekki erfiðasti mótherji: duh ... það á enginn roð í mig. Annars finnst mér alltaf mest gaman að mala frænku mína sem er ekki orðin eins árs. Hún kann sko ekkert að dansa!
Besti samherjinn: Allar stelpurnar í Breiðabliki ... þær kunna ekkert að dansa og vilja allar dansa við mig - ef samherjar mínir vita að ég er aðaldansarinn þá eru þeir bestu samherjar mínir!Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn 2003 var algjört æði!
Mestu vonbrigði: Líf mitt hefur ekki enn orðið fyrir neinum vonbrigðum - bara áföllum sem standa í mislangan tíma ... snökt ... annars vil ég helst ekki tala um það!
Uppáhaldslið í enska boltanum: QPR Queen Punk Rock - geggjað lið
Uppáhalds knattspyrnumaður: Ég ... íhí
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar: Ó guð...ég vildi gjarnan nefna mig en ég held ég verði að nefna Rögnu Einars ... mér finnst hún geggjuð. Hún kann ekkert að dansa sko!Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Engin spurning ... engin spurning ... ég!
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Landsbankadeildinni: Veit ekki, hef ekki haft áhuga á þessari hlið mála síðan ég bjó á Sauðárkróki. Þar var sætur strákur í hverju horni og maður var bara ekkert að spá í það hvort þeir kynnu eitthvað í knattspyrnu. Ef þeir dönsuðu í kringum mig þá fannst mér þeir í lagi.
Fallegasta knattspyrnukonan: Oh my, oh my ... þessi er sko erfið. Vildi segja að mér þætti einhver sæt en "I'm so sorry girls - you don't have your toes where I have my heels"
Grófasti leikmaður deildarinnar: Definatly Ragna Björg. Hún á ekki möguleika á að taka nein nett spor á vellinum. En hún er samt besti knattspyrnumaðurinn.
Besti íþróttafréttamaðurinn: Gaupi - enginn annar kemur til greina - Gaupi já og hann hérna á DV Óskar Óleifur ... hann veit hver ég er sko!
Ekki besti íþróttafréttamaðurinn: Sammi - verð að segja það. Ég hitti hann á vellinum um daginn og blikkaði hann og svona en svo kom hann ekki með neinar fréttir af því. Ég meina hvers vegna að vera að hösla einhverja glataða íþróttafréttamenn ef þeir segja svo ekki frá því í sjónvarpinu og koma manni almennilega á framfæri!!
Hver er mesti höslerinn í liðinu: Ég ...
Hefur þú skorað sjálfsmark: Hvað er það? Sjálfsmark. Nei - döh
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki í leik: Sko einu sinni þá var ég að keppa sko og þá settu þeir vitlaust lag á fóninn. Ég var að spá í að fara í panik en hætti við það því að allt í einu fékk ég geðveika hugmynd að nýjum dansi. Svo bara dansaði ég og dansaði þangað til dómararnir sögðu að ég væri besti dansarinn og ég vann keppnina á þessum dansi. Ég hef aldrei dansað hann síðan og mér finnst það ógeðslega fyndið!!! hahahahahahaha
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég var 12 ára
Heitastur í 2. fl. karla: Steinþór
Mottó: Ég vil ekki stríð og segi að allir eiga að vera vinir og hvað það er barnalegt að rífast.
Þetta er nú meira bullið í henni Ingó vinkonu minni en hún komst að því að ég varð íslandsmeistari í freestyle og er ennþá að skjóta á mig!!
Þetta er nú meira bullið í henni Ingó vinkonu minni en hún komst að því að ég varð íslandsmeistari í freestyle og er ennþá að skjóta á mig!!
Blankiflur, fer norður í dag :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim