Útilokuð
Hvað er málið, ég kemst ekki inn á djamm.net og væntanlega enginn annar heldur..? en núna er ég forbidden á síðunni hans Binna, kannski allir aðrir líka..? Og þegar ég fer á sumar blog.central síður þá kemur enginn texti og núna rétt áðan komst ég ekki einusinni inná mína síðu, stóð not authorized!! En ég komst inná hana með kænsku og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.
Reykjavík er biluð og Reykvíkingar eru bilaðir. Það sem er bilað við reykjavík er veðrið! Á fimmtudaginn var rigning þegar ég kom í bæinn en sama kvöld fór ég á æfingu og þá var byrjað að snjóa, og það var sko snjór og rok sem varð til þess að ekki var hægt að spila fótbolta nema í eina átt..það er svolítið erfitt. Sem sagt á fimmtudaginn var hvítt í reykjavík. Nema hvað að þegar ég fór í skólann á föstudaginn var ég blaut upp á hnjám við að hlaupa inn í skólann. Á æfingu var brjálað rok og rigning svo hún var mjög stutt. Sem sagt á föstudaginn var rigning, grátt. Á laugardaginn snjóaði ekki, það kom bara snjóskafl af himninum en þó ekki rok. Sem sagt á laugardaginn var reykjavík aftur orðin hvít! Í dag, var sem betur fer inniæfing því úti...var rigning og rok, og þegar ég lít út um gluggan núna er reykjavík aftur orðin grá. Það versta við þetta er að rúðuþurrkurnar mínar eru ískrandi og veinandi þegar þær þurfa að vinna vinnuna sína!!
Það sem gerir reykvíkinga bilaða er að í þessum töluðu orðum eru sumir þeirra úti að sprengja flugelda og tertur. Þrátt fyrir grenjandi rigningu og rok. Ekki nó með það heldur var ég næstum því búin að keyra á jólatré sem lá úti á miðri götu hérna rétt hjá, og ekki var það búið, því maður þarf að sviga inn götuna útaf visnandi jólatrjám útum alla götu. Ég fer að labba í hús og biðja fólk vinsamlegast að taka jólatréð sitt af götunni svo ég komist í skólann.
guð, blankiflur mun alltaf vera útlendingur í reykjavík..vona ég.
Reykjavík er biluð og Reykvíkingar eru bilaðir. Það sem er bilað við reykjavík er veðrið! Á fimmtudaginn var rigning þegar ég kom í bæinn en sama kvöld fór ég á æfingu og þá var byrjað að snjóa, og það var sko snjór og rok sem varð til þess að ekki var hægt að spila fótbolta nema í eina átt..það er svolítið erfitt. Sem sagt á fimmtudaginn var hvítt í reykjavík. Nema hvað að þegar ég fór í skólann á föstudaginn var ég blaut upp á hnjám við að hlaupa inn í skólann. Á æfingu var brjálað rok og rigning svo hún var mjög stutt. Sem sagt á föstudaginn var rigning, grátt. Á laugardaginn snjóaði ekki, það kom bara snjóskafl af himninum en þó ekki rok. Sem sagt á laugardaginn var reykjavík aftur orðin hvít! Í dag, var sem betur fer inniæfing því úti...var rigning og rok, og þegar ég lít út um gluggan núna er reykjavík aftur orðin grá. Það versta við þetta er að rúðuþurrkurnar mínar eru ískrandi og veinandi þegar þær þurfa að vinna vinnuna sína!!
Það sem gerir reykvíkinga bilaða er að í þessum töluðu orðum eru sumir þeirra úti að sprengja flugelda og tertur. Þrátt fyrir grenjandi rigningu og rok. Ekki nó með það heldur var ég næstum því búin að keyra á jólatré sem lá úti á miðri götu hérna rétt hjá, og ekki var það búið, því maður þarf að sviga inn götuna útaf visnandi jólatrjám útum alla götu. Ég fer að labba í hús og biðja fólk vinsamlegast að taka jólatréð sitt af götunni svo ég komist í skólann.
guð, blankiflur mun alltaf vera útlendingur í reykjavík..vona ég.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim