Useless information

But still...you´re reading it?

þriðjudagur, júní 19, 2007

Til hamingju með daginn konur

Góðan og margblessaðan, í dag er dýrindis veður hér í höfuðborg Íslands. Enda ekki furða, í dag er dagur kvenna og ber ég bleikt barmmerkið með stolti! Allt er í fínasta lagi í fraktinni ef einhver vildi vita það en ég og Magga erum að bíða eftir að Daði Lárusson komi með köku, hann er 34 ára í dag kallinn.

Helgin 16 júní er liðin. Mig langar að grenja, en svo fer ég að hugsa um hana og þá hlýnar mér um hjartarætur. Yndisleg helgi í veðurblíðunni fyrir norðan. Fullt af fólki sem maður hefur ekki séð lengi mætt og gaman að rifja upp gamla tíma innan sem utanvallar ;)

Föstudagskvöldið fór í heitapottarsöngæfingu með tilheyrandi djúsi. Vorum mættar nokkrar úr núverandi og einhverntímannverandi meistaraflokk kvk og æfðum atriðið okkar. Síðan röltum við niður í bæ og redduðum okkur þremur snillingum til að spila undir fyrir okkur kvöldið eftir.

Laugardagurinn ógurlegi kom síðan eins og hendi væri veifað og ég missti óvart af kvennahlaupinu. Ekki varð ég mér þó alveg til skammar því þó ég hafi ekki byrjað á ráslínu að þá fór ég endalínuna, var meiraðsegja boðin verðlaunapeningur, en þar sem ég var á röltinu niðrá kaffi krók til að fá mér burger ákvað ég að segja nei í þetta skiptið.
Eftir burger á Kaffi Krók héldum við útá völl að horfá tindastól vinna skallagrím 3-1! Þvílík og önnur eins stemmning hefur ekki sést lengi á sauðárkróksvelli, frábær leikur, geggjað veður, hefði ekki getað verið betra. Og já Pálmi til hamingju með eitt flottasta mark sem ég hef séð :)

Eftir leik var hoppað í snögga sturtu og klukkan 5 voru spenntustu mættar í litla "fyrirpartíið" mitt og sys. Gólfið í herberginu mínu sást ekki fyrr en þegar ég var að fara daginn eftir, föt útum allt, sem eykur náttúrulega bara stemmninguna. Þannig á það að vera :)

Ætlunin var síðan að taka sprettinn niðrettir því, að sjálfsögðu, vorum við of seinar!! Okkur var sem betur fer bjargað á miðri leið, hefði ekki verið gott að mæta sveittar..
Kvöldið var hið glæsilegasta, frekar langdregnar ræður og pistlar er það eina sem hægt var að setja út á, en það var í lagi fyrir mér. Ég gekk um með hvítvínsflöskuna mína og blaðraði við marga menn og konur...leiðinlegu atriðin fóru alveg framhjá mér.
Við stelpurnar ákváðum að reyna að hressa þetta aðeins í okkar atriði. Fórum í níþröngar stuttbuxur og gamla tindastólsbúninga, fengum rauð og gul spjöld, flautu og kælispray. Sungum svo tvö vel valin lög með frumsömdum texta og afmælissönginn (tindastóll 100 ára) ætli fólk hafi samt ekki verið orðið frekar drukkið þegar að þessu kom..ég vona það ;)

Síðan var dansað á dansiballi bæði á mæló og í íþróttahúsinu, sem og farið á gamla góða trúnó. Að sjálfsögðu var eftirpartí hjá Snorra og mín var fyrst á samlokugrillið að búa til samlokur oní liðið. Snorri ég held ég hafi klárað ostinn þinn, en glerborðið skrifa ég á Hauk :D

Enn og aftur vel heppnað djamm á krók, Það er að verða solid að fara að djamma á krók. Maður skemmtir sér alltaf vel þegar maður er fluttur! :)


Í gær sótti ég síðan bílinn minn á verkstæði, en ég held að ég sé búin að bæta íslandsmet, ef ekki heimsmet í að tjóna/láta tjóna bílinn minn á sem skemmstum tíma. Sem betur fer í þetta skiptið samt. Viðgerðarmaðurinn tjáði mér það að síðasta viðgerð hefði ekki litið vel út og að það hefði ekki liðið á löngu þangað til að allt hefði farið í hakk og bíllinn ónýtur. Takk fyrir!!

en Blankiflur er farin að borða kökuna hans daða :)

Later

9 Ummæli:

  • Þann 2:28 e.h. , Blogger palmithor sagði...

    Takktakk fyrir markið... Það var svo gaman að skora sovna mark, og á þessum degi, enn betra!!

    En þessi dagur var góður, þú verður að koma oftar á krók að djamma! Svo sýnirðu mér djammið í Reykjavík e. áramót...

    Helvíti gott svar í blogginu á undan: ,,Ég er íþróttamaður, ég drekk ekki" ;)

     
  • Þann 2:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    jebb góð helgi..ég hefði svosem alveg haft gott af því að labba/hlaupa niður eftir..en svona er þetta..gaman að þessu!! sjáumst sem fyrst aftur góða mín!

     
  • Þann 3:22 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Já Pálmi ég skal sýna þér djammið hér í óttaborginni og já vala við sjáumst vonandi bara um næstu helgi..eða í útilegu..hver er til :)

     
  • Þann 3:26 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Úff, svaðablogg! það gleður mig að bíllinn þinn er kominn ;) híhí .. enn annars! útilega .. fjúddirallírei ..

     
  • Þann 7:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk fyrir síðast, en ég gleymdi að láta þig skila kveðju til stjörnustelpunar sem reif kjaft við okkur fyrir utan Broadway með skóna. Hefði átt að sjá okkur um helgina, vel bónuðum skónum og hefði ekki getað sett útá okkur þetta kvöldið.

     
  • Þann 7:30 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hehehe ég skal nefna þetta við hana. Hún kannski kemur þá með næst :) en munið bara að hafa þá fína á KSÍ!!

     
  • Þann 11:48 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Til hamingju með daginn sömuleiðis Kona. Ég gæti kannski you know swing by tonight? :)

     
  • Þann 6:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hey, gaman að sjá þig um helgina :) Þetta kvöld var gott. Fékk reyndar svo miklar blöðrur á fæturna að ég labbaði hálfa leið heim á táslunum, en engu að síður gott kvöld :)

     
  • Þann 10:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ég vil fá nýjann ost:)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim