Helgin kom og fór
svo mikið sé sagt. En þessi helgi var alveg óttarlega viðburðarlítil sem er alveg eins gott svona einu sinni. Það var alveg geggjað veður hins vegar sem gerði það að verkum að ég gerði ennþá minna en ég ætlaði mér. Veðurblíðunnar var notið á laugardaginn í sundi og á fótboltaleik og síðan var kvöldið kórónað með kvöldverði á vegamótum í fylgd með góðu fólki. Ég, Magga og Sólveig úr MA gæddum okkur á steiksamloku en Hjalti fékk sér kjúlla :) veru nice. Súkkulaði hnallþóra var síðan fyrir valinu með kaffinu eftirá.
Kíktum smá rölt á laugaveginn en farið snemma heim. Sunnudagurinn var...jah ég man ekki eftir sunnudeginum einu sinni, minnir að veðrið hafi verið gott og já, ég gat verið með á æfingu í fyrsta skipti í 5 daga!
Í gær (mánudagur) var yfirmannað í fraktinni þannig að ég bauð mig fram til að mæta ekki, inga..lata. En ég eyddi deginum fyrir framan saumavélina mína góðu og fór í einhverja myndatöku til að útiloka að ég sé með brjósklos! Það getur bara ekki verið að guð hati mig það mikið að ég sé með brjósklos..við vonum það besta. Þegar þið farið með bænirnar í kvöld megiði reyna að troða mér með :) Á samt von á símtalinu á hverri stundu, vil ekki svara..en það er örugglega betra að vita það..
En það sem bar af þessa helgina er að pabbi gaf mér nýja saumavél. Sem þýðir að ég þarf að losa mig við hina. Það er bara svo skrítið að þó að þessi nýja sé miklu betri og öflugri þá vil ég ekki losa mig við hina, við erum búnar að ganga í gegnum margt saman og mér þykir bara asskoti vænt um hana. Fyrsta saumavélin mín :( en hún fær vonandi góðan eiganda. Ég ætla að nota hana í smá tíma í viðbót, þangað til að ég þori að grípa í hina. Hún er með meiri eiginleika en mister gadget himself!! Ég á ekki eftir að geta slitið mér frá henni þegar ég byrja...
En ég er að vonast til að símakall komi og setji upp netið fyrir okkur í kvöld og þá get ég farið að raða inn myndum
Allir að fá sér facebook
Blankiflur farin að njóta góða veðursins
Kíktum smá rölt á laugaveginn en farið snemma heim. Sunnudagurinn var...jah ég man ekki eftir sunnudeginum einu sinni, minnir að veðrið hafi verið gott og já, ég gat verið með á æfingu í fyrsta skipti í 5 daga!
Í gær (mánudagur) var yfirmannað í fraktinni þannig að ég bauð mig fram til að mæta ekki, inga..lata. En ég eyddi deginum fyrir framan saumavélina mína góðu og fór í einhverja myndatöku til að útiloka að ég sé með brjósklos! Það getur bara ekki verið að guð hati mig það mikið að ég sé með brjósklos..við vonum það besta. Þegar þið farið með bænirnar í kvöld megiði reyna að troða mér með :) Á samt von á símtalinu á hverri stundu, vil ekki svara..en það er örugglega betra að vita það..
En það sem bar af þessa helgina er að pabbi gaf mér nýja saumavél. Sem þýðir að ég þarf að losa mig við hina. Það er bara svo skrítið að þó að þessi nýja sé miklu betri og öflugri þá vil ég ekki losa mig við hina, við erum búnar að ganga í gegnum margt saman og mér þykir bara asskoti vænt um hana. Fyrsta saumavélin mín :( en hún fær vonandi góðan eiganda. Ég ætla að nota hana í smá tíma í viðbót, þangað til að ég þori að grípa í hina. Hún er með meiri eiginleika en mister gadget himself!! Ég á ekki eftir að geta slitið mér frá henni þegar ég byrja...
En ég er að vonast til að símakall komi og setji upp netið fyrir okkur í kvöld og þá get ég farið að raða inn myndum
Allir að fá sér facebook
Blankiflur farin að njóta góða veðursins
5 Ummæli:
Þann 1:10 e.h. , Nafnlaus sagði...
já sæl, það er alltaf nóg á döfinni hjá þér sé ég:D og til hamingju með nýju saumavélina:-) heyrumst.....
Þann 4:51 e.h. , Nafnlaus sagði...
Heyrðu já við verðum að fara að gera ekkvað! Hvernig er það, kemstu ekki í americas next teiti annað kvöld, ég á popp og kók og helvíti sprækan meðleigjanda sem er alltaf til í stelpuchill!! hringdu endilega í mig :)
Þann 8:49 f.h. , Nafnlaus sagði...
jájei .. ANTM! við meikum það í kveld :) víí
Þann 10:44 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hæ Inga mín!! Gaman að sjá þig um daginn og frábært að þú skemmtir þér vel á Króknum;-)
Annars þá langaði mig að benda þér á Myspace.com,þar er aðalfólkið;-)hahaaha
heyri í þér sæta mín:-*
Þann 5:12 f.h. , Nafnlaus sagði...
Vildi bara segja að ég get alltaf tekið að mér að passa saumavélar...;) og ég kann meira að segja að sauma...bútasaum samt...
;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim