..og strax sest við tölvuna, hef ekkert að gera! Mamma á fundi pabbi í vinnunni og guð má vita hvar elva er! Ágúst er örugglega hjá vini sínum, allavega enginn til að taka á móti Ingu þegar hún kemur heim eftir langt og strangt ferðalag frá akureyri!!!
Já það kennir ýmisa grasa hjá mér þessa dagana, í gærkvöldi fékk ég afar óskemmtilega símhringinu. Ég ætlað segja ykkur aðdragandann fyrst:
Það var hún BÍB, hún býr á vistinni og ég vil ekki segja öll ljótu orðin sem ég kann en trúið mér, hún er þau öll!!!! Hún stal buxunum mínum úr þvottahúsinu (hvítu, kvart, með svörturöndinni sem ég keypti í vero moda í danmörku í skólaferðalaginu) fyrir um 2 vikum síðan. Svo einn daginn sé ég hana í þeim og fyllist strax grunsemda því ég hafði ekki séð mínar í nokkurn tíma, svo ég hringi í gelluna og spyr hana hvar hún fékk buxurnar: ,, Ég keypti þær í vero moda í Reykjavík fyrir svona 1 og hálfu ári síðan".
(Jájá elskan ég keypti þær í danmörku fyrir minna en ári og þá voru þær ekki komnar til íslands, það er að segja ef þær komu einhverntímann til íslands.)Og þá byrjaði hún að ljúga eins og ég veit ekki hvað, sagði mér að hún hefði týnt þeim í þvottahúsinu og fengið þær attur fyrir um 2 vikum
(þvílík tilviljun) Ég spruði þá hvort ég mætti nokkuð koma upp og sjá þær því það eru svartir blettir á þeim eftir mig sem nást ekki úr! Hún lýgur: ,,Já ég var samt að setja þær í þvott en þær verða komnar ettir 2 daga." Ok segi ég og skelli á.
Ég gerist hinsvegar "suspicious" og fer niður í þvottahús morgunninn eftir og skýri fyrir þvottakonunum hvernig málin standa. Þær trúa mínum kenningum en buxurnar höfðu hinsvegar ekki skilað sér niður í þvottahús kvöldið áður!
(þá fór þetta að verða pínu augljóst) Ég talaði hinsvegar ekki við BÍB en fór daglega niður í þvottahús að tékka á þessu, algrei birtust buxurnar mínar!
Ekki fyrr en síðastliðinn mánudag fékk ég nó! Þá sá stelpurnar BÍB í buxunum um helgina, nýkomna úr ræktinni, í buxunum mínum! O o o ojjj, hún er nefnilega ekkert sérlega slim þessi stelpa! Það fyllir mælinn þegar stelpurnar sögðust hafa ség svörtu blettina mína. Ég varð alveg kreisí og reif í símann, hringdi í helvítið!
Ég: Heyrðu hvernig var þetta með buxurnar? fæ ég ekkvað að sjá þær?
BÍB: Bíddu vorum við ekki búnar að DROPPA þessu!?
Ég: nei ég vil sjá þær til að vera viss?
BÍB (lýgur):Ég var að setja þær í þvott þær koma örugglega eftir 2 daga.
Ég: alltílai þá kem ég þá, bæ!
Morguninn eftir fer ég niður í þvottahús...engar helvítis buxur!!!!!! Þá var ég viss að bollan var að ljúga að mér!
Nú, ég fer í mína daglegu heimsókn í þvottahúsið á miðvikudaginn og viti menn, þá voru þær komnar! Merktar BÍB! Og ég er ekki að grínast þær voru næstum gráar (hún handþvoði þær alltaf eftir ræktarferðirnar sínar) og ég er ekki frá því að það voru bremsuför! Allavega þá ætluðu konurnar að þvo þær og geyma þær svo þangað til BíB kæmi með athugasemd.
Símtalið: Ég er að koma heim af æfingu og þá hhringir síminn. ég svara og segi til nafns og þá hellir hún sig yfir mig:
BÍB: Tókst þú buxurnar!?
Ég (alveg brjáluð): Nei er ekki alltílagi með þig eða!? Ég mundi aldrei taka eitthvað sem ég er ekki viss um að ég eigi! Afhverju segirru þetta?
BÍB:Æji þær komu ekki í hólfið mitt, en ættu að vera komnar!
Ég (aðeins að ljúga): Ja ég veit ekkert hvar þær eru, geturru ekki spurt húsvörðinn?
BÍB: Nei! Allavega ef ég sé þig í þeim þá veit ég að þú tókst þær!
Ég (ógeðslega fúl og hneyksluð): Er ekki í lagi, heldurru að ég færi að stela af þér! geriðr þú soleiðis eða?
BÍB: neh
og svo fjaraði þetta nokkurnveginn út...Ég var samt alveg vitlaus á eftir! Og ætla svo sannarlega að láta reka þetta helvíti af vistinni!
Núna er allt á biðstigi og bíð ég spennt eftir mánudeginum en þá hlýtur lokastigið að fara að nálgast!
Ég ver með nýjust fréttir af því þá!
Jæja þá er helgin byrjuð hjá mér og kvkindið kemur seint í kvöld frá RVK, er að farað keppa í blaki, veit ekki hvort ég eigi að þorað mæta! Búningarnir eru rosalega ljótir og veit ekki hvort ég geti haft þessa mynd af honum í hausnum á mér!
hafið það gott, lofað skrifa ekki svona mikið næst! :)