Useless information

But still...you´re reading it?

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Möggudagur

Þar sem að ég keyri um götur Reykjavíkur á glæsilegum grængráum avensis hefur Magga fengið að sitja í hjá mér á leiðinni í skólann undanfarna daga.

Magga kemur inn í bíl.
Magga: Hæ!
Inga: Hæ sorrí ég er soldið sein.
Magga: Alltílagi.
Inga: Búin að bíða lengi?
Magga: Neee...(dregur ekkvað upp) -Æji úps gleymdi að fara í sokkinn. (Með sokkin dinglandi í hendinni.)
Inga: Hvernig í andskotanum..!?
Magga: Æji æji..var að drífa mig svo mikið
Inga: OMG
Komnar á bílastæðið!
Magga: Bíddu Inga ekki læsa! (opin hurð og Magga rekur hendina út með töskuna í henni, en segir ekkert, ég í smá frjarlægð.) Eftir smá stund..-Inga! Ætlarru ekki að taka töskuna!
Inga: Hvernig væri að segja ekkvað, þú varst ekkert búin að biðja mig um það!
Magga: Ohh, bíddu!
Inga: Hvað ertu að gera?
Magga: Klæða mig í sokkinn!!

Svo í hádeginu, við niðrí matsal búnar að borða og vorum kátar þá allt í einu hverfur Magga.
Inga:Hvert fór Magga????
Sandra:Ég veit það ekki.
Inga:Ætli hún hafi farið upp?
Sandra:Varla..hún hefði sagt ekkvað ekki bara staðið upp og farið!
Inga:Já kannski, en ég sé hana samt ekki. Örugglega að kaupa sér ekkvað samt.

Magga birtist, með muffins í hendinni
Inga: Þarna ertu við vorum að spá í hvort þú hefðir stungið okkur af.
Magga: Nei ég var að kaupa mér muffins.
Inga: Sé það
Magga: (fær sér bita) Ojj þetta er sona banana ekkvað
Inga: Hvað með það, ég elska sona banana má ég fá smá..? (beið ekkert eftir svari)
Magga: Ooa ég hata allt sem er með banana í og með bananabragði, eða bara ekkvað banana! Nema Banana.

Svo hittumst við inná bókasafni núna rétt í þessu. Ég spurði hana hvernig hefði verið í gítartímanum í gær. (rafmagnsgítartími, með öðru fólki)
Magga: Sko, einn strákurinn var sona fimm ára
Inga: He!
Magga: Og svo var sona Avril Lavigne wannabe, ógeeeð. Í sona níunda bekk ógeðsleg
Inga: Hehe!
Magga: Og svo var einn gaur með geðveikt kringlótt andlit, feitur með gleraugu og bólur. Búið.
Inga: Hehehehehehehe!


Að lokum hvet ég allar mína vini að flytja hingað!!!!!!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Hrafnhildi Sigurgeirsdóttur að þakka

Já það er Hrafnhildi að þakka að ég sitji hér núna og skrifa intresant sögur á netið. Hún er veik kennaragreyið og ég verð að gera gott úr því :) Ætla að benda á að ég sé að leita mér að fari norður á föstudaginn um 4 eða seinna! Láta vita í gemsann minn og allir sem ég þori að fara með í bíl vita hann þannig að ég þarf ekkert að vera að auglýsa númerið neitt sérstaklega, er líka komin með ógeð á sms-um frá ókunnugu fólki eftir að ég flutti! Hálvitar á vodafone.is að blanda sér í einkalíf mitt og Sverrir einhver sem meiraðsegja sendi mér afmælishveðju á afmælisdaginn! Ef einhver er að þessu má hann hætta........

Fyrstu verkefnin í THL eru að líta dagsins ljós. Skissubók og Mappa sem verða sett á safn sem mín fyrstu listaverk þegar ég verð fræg :) Ég ætla að setja myndir inn þegar einhver kurteis hjálpar mér að finna myndasíðu. En...já...best að fara að skissa og rissa, kannski pissa

Bleee

mánudagur, janúar 24, 2005

komin úr óvartinu!

Já um helgina var sko aldeilis komið misheppnað á óvart! Binni náði því uppúr mér og mamma var búin að heyra það frá mömmu gunnar smára í vinnunni, pabbi vissi að ég ætlaði að koma og þegar ég hringdi í Völu á föstudagskvöldið þá var hún á Akureyri! Hefði ekki getað verið glataðara. Ágúst og Elva voru samt hissa og hinar telpurnar. Þetta var alveg fínasta helgi :)

Á föstudaginn var bóndadagur og ég vil óska öllum bóndum innilega til hamingju með daginn!! Það er eins gott að sumir muni eftir konu deginum þegar fram líða stundir, best að setja það í reminderinn núna! Náði að horfá Idolið þar sem að hedakkningin fór EKKI í bílnum hans Gunna. Ég verð nú að segja að þessi Aðalheiður eigi nú að vera að búin að slá í gegn, hún þarf ekkert þennan þátt. Ef ekkvað er þá gæti það bara eyðilagt fyrir hana framtíðina. Alltaf kölluð Heiða í Idol. Neeeeiii neeei það gengur ekki.
Helga litla Einarsdóttir hélt uppá afmælið með prakt og pompi á Laugardagskvöldið. Ég missti því miður af helmingnum þar sem við familien vorum með smá skyldu þorrablót heima! Þetta er víst nýr siður á mínu heimili og ég legg til að hann verði lagður niður strax. Ágúst fékk sér vænan bita af súrsuðum hrútspung og át af bestu lyst en hann er heldur ekkert eðlilegur. Þegar hann var lítill var hann ekki verðlaunaður með nammi, neibb hann heimtaði lýsisperlur sem hann sprengdi uppí munninum. EEeeeaak! Þorramatur (sérstaklega súr) var borðaður, vegna skorts á matvælum eða vandræðum við geymslu, í gamla daga. Núna eigum við ískápa og frysti og eigum nó af mat. Íslendingar misskilja þetta allt saman.

Allavega þá tók þessi helgi enda og ég er (ótrúlegt en satt) komin attur til Reykjavíkur. Enda er allt að birta til, ég er að byrja hjá sjúkraþjálfara, magga komin og hlutirnir farnir að gerast í skólanum. Sú hugsun að vera að fara aftur heim um næstu helgi skemmir heldur ekki fyrir :) Já Binni og tengdó búin að bjóða ingu litlu að koma á þorrablót í hofsós þann 29 og sér inga litla fram á alveg rosalega skemmtilega helgi, þar sem ég hef ekki farið á sonna lagað áður hef ég ráðið þorrablótssérfræðing í að þjálfa mig þessa viku svo ég kunni til verka .

Þá vitiði það elskurnar og ég bið barað heilsa í bili :* Ég er að kafna í eigin svita! Vissuð þið að baðhúsið sé bara fyrir konur!? Mér leið eins og karlmanni!!




fimmtudagur, janúar 20, 2005

Allt sem manni langar ekki að verða

Jæja þá er annarri og hálfri viku hér lokið og ég búin að gera alveg heilmikið!
  • Búin að lesa 200 blaðsíður í Stúdíó sex, eftir Lizu Marklund, milli tíma í skólanum. (það er svona að þekkja fólk eða þannig
  • Taka bensín. (Sem pabbi borgaði)
  • Einu sinni búin að signa mig inná msn.
  • Keyra tvisvar yfir á rauðu og fatta það eftir á. Þetta er ekki grín!
  • Vera edrú.
  • Smygla mig inn í Sporthúsið á korti frænku minnar og í gær henti ég peysunni minni inní skáp og var ekki með neinn lás. Svo þegar ég kem niður í búningsklefa eftir að alveg gífurlegt púl þá var komin lás á skápinn!! Ég þurfti þá bara að bíða eftir sjónleysingjanum sem sá ekki peysuna mína.
  • Vakna 3 um nótt með gígantískan kláða í hársverðinum og fara í sturtu.
  • Útskýra 50 sinnnum fyrir gömlu konunni á neðri hæðinni að ég sé ekki gestur og að ég sé dóttir Auðar, sem btw er bróðurdóttir hennar.
  • Fara í símann og biðja þá um að breyta fyrir mig úr vodafone og í símann. Þeir fundu ekki nr. þannig að ég þurfti að labba yfir í vodafone og tékka hvort ég væri ekki á skrá til þess að ég gæti skipt yfir í símann. (mjög gáfulegt hjá mér!) Sem betur fer var það Haukur vinur Binna og ég slapp með að þurfa að skila kveðju. Þetta getur nebbla verið soldið neyðarlegt.
  • Fara í smáralind án þess að eyða pening. Jæks-ég sem á helling.
  • Borða þvílikt mikið af afgöngum.
  • Rata á ótrúlegustu staði með eindæmum klókindum mínum! Það eru ekki margir sem hefðu trúað því
  • Fór í VEFNAÐARVÖRUBÚÐ og eyddi alveg helling í efni!!!!
  • Fór til sjúkraþjálfara sem heitir ekki Auður Aðalsteinsdóttir.

Þetta er alveg hellingur af...já...mest leiðinlegum nýjungum. En ég verð að þrauka!! Þetta verður survivor Reykjavík.

Ég vil benda á gullnu reglur sundlarans. Ég er alveg hjartanlega sammála þar sem að ég verð útivinnandi og væri alveg til í að fá þessa meðferð frá kallinum eftir erfiðan vinnudag! :)

Fer að reynað birta myndir, mig vantar almennilega myndasíðu. Hello verður að duga þar til...æji ég veit ekki hvað það verður langt þangað til!

dreifbýlisskíturinn í borginni kveður með óskir um gleðilega helgi :*


þriðjudagur, janúar 18, 2005

Waste of time

Já ég ætlaði svo feitt að fara að læra í stærðfræði inná bókasafni. Var komin í geggjaðan stærðfræðuifíling og okkur hleypt fyr út þannig að ég gekk að bókasafninu með þennan þvílíka fiðring í mallanum. Svo geng ég fram hjá þessu skrattans tæki sem ég sit við núna. Sagði við sjálfan mig: -Best að tékka hvort ég kunni ekki passwordið án þess að líta á blaðið. Og viti menn, það tókst í annarri tilraun og ég náttla bara varð að skrifa ekkvað í tilefni þess :) Setti stærðfræðifiðringinn á hóld!

Helgin sem leið var alveg gasalega skemmtileg. Eftir mikla ígrundun og mörg "þúbaraverðuraðkoma" símtöl ákvað ég að slá til. Talaði við Elvar hjá Vörumiðlun og fékk að sitja í..eða nánar til tekið liggja. Það kom nebbla á daginn að við yrðum þrjú og bara tvö sæti og koja fyrir aftan þau. Mér var aðsjálfsögðu boðin kojan, herramennskan! Ég svaf vært framm í Borgarnes en þá bárust fréttir um að vörumiðlunarbíll hefði lent útaf og lægi nánast á hliðinni!!! AAAaa og ég gat ekki sofið rótt eftir það! Seinna keyrðum við framhjá öðrum trukk sem var nýkomin út fyrir vegin og ekki á leiðinni að losa sig. Þá fór ég að verða stressuð. En hann Emil kallinn er alveg ótrúlegur, hann komst þetta og á góðum tíma:) Föstudagskvöldið fór þá bara í rólegheit í faðmi fjölskyldunnar og kúr :)

Laugardagurinn byrjaði vel, antifótboltistinn svaf vært uppí herbergi meðan júnæted sigraði Liverpúl!!! Jibbíjey eins og Magga mundi orða það :) Um hálf 6 var svo mæting heim til Rakelar í eina svakalegustu afmælisveislu seinni tíma. Hún og þuríður stóðu sig með eindæmum vel. Ég hef grun um að Gilsbungan verði með þetta allt á hreinu innan stundar :)

Obbosí er að verða of sein í bókfærslu-stærðfræðin verður að bíða. Blessibli

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Ó borg mín borg

Halló halló borgarbarnið heilsar ykkur á þessu fimmtudagskvöldi í janúar. Hér er ömurlegt veður!! En mér er sagt að venjast því..þetta er víst mjög algengt. Nú langar manni heim í snjóinn, en maður verður að færa fórnir til að láta drauma sína rætast. Spurning hvort væri meiri fórn..? Að vera heima og hafa það gott en ekki gera neitt sérstakt eða koma hingað og gera það sem mig dreymir um? Hmmm ég verð nú að segja að ég hefði verið að fórna meiru ef ég hefði verið áfram heima.
Skólinn kominn af stað og ég held að ég sé í 4 prófáföngum..hugsa sér. Þetta verður ljúft vor, en náttla mikil vinna þar sem ég þarf að vinna verkefni heima sem taka tíma. Akkurat núna er ég að hanna pils, fyrsta verkafnið í THL 103 og svo er ég að búa til skissubók og möppu í THL 112. Ég ætla að taka myndir af afrakstrinum og setja inná síðuna þegar ég get, fékk þessa fínu myndavél frá foreldrunum í jólagjöf þannig að það ætti ekki að vera mikið mál.
Amma og Afi komu á þriðjudaginn og voru að fara útá kanarí morguninn eftir, það endaði með því að ég var rifin uppúr rúminu um 7.15 til þess að keyra þeim útá flugvöll!! Það eru sona 2 ár síðan ég vaknaði sona snemma og ég náttla alveg vita hress með það! Við leggjum afstað korter í 8 og ég átti fyrsta tíma kl 9. og viti menn ég náði í tæka tíð..djös snilld, nebbla sá hvar löggan var á leiðinni á flugvöllin og gat því aðeins gefið í en alls ekkert mikið! :) Kosturinn við þetta allt saman er að núna eru 3 bílar á heimilinu (nýja) og aðeins þrír með bílpróf þannig að keeellingin er bara á bíl og allt. Þvílík frelsi!!!!! :) Ég er reyndar búin að vera smá stund að aðlagast umferðinni, gleymdi mér aðeins áðan og sá ekki rauða ljósið. Enda um fáfarna götu að ræða og enginn bíll sjáanlegur..en ég get svo svarið það að þetta var óvart!..ég er líka alveg að læra að rata í flest alla mikilvæga hluta borgarinnar. Ef ég lendi í vandræðum og villist að þá finn ég bara einhvern stað sem er alltaf merkt við á skiltunum og byrja uppá nýtt!

Þetta er bara allt á góðri leið hjá mér og mér líður bara ágætlega með þetta allt saman. Ég er sátt við námið..nema náttla stærðfræðina, ég þoli ekki stærðfræðikennarra sem heita ekki Einar Sigtryggsson!! Svo fór ég með tengdadóttur Björns Magnússonar á listasafn íslands í gær, ótrúlegt hvað þetta er lítið land.

Knattspyrnu mál eru öll að skýrast og ég er bara nokkuð sátt við þann áhuga sem þjálfarar hafa á að hjálpa mér í gegnum þessi ósköp ;) ætli maður eigi ekki eftir að klæðast grænu í sumar, allavega hummel.

Marr kíkir kannski í sveitina á morgun, ef vörumiðlun leyfir. Góða nótt :*

sunnudagur, janúar 09, 2005

Útsala Útsala

I´m loving it daradadada..

Já í dag er kominn sunnudagur og ég búin að vera hér í um 5 daga, jesus..það er ekki mikið. uhuhu. Heimþráin aðeins mikið farin að segja til sín en ekki eins og á Akureyri, mér líður betur. Hér er ég á heimili og enginn gengur inn á mig í tíma og ótíma...svo er líka góður matur, heimilisfrúin kom í ísland í bítið vegna matreiðslukunnáttu sinnar. Og það er kallað matur, ég er farin að borða :)

laugardagur, janúar 08, 2005

My last day as a hooker

Wednesday the 5 th of january. The day I left sauðárkrókur and moved to the city reykjavík. Æji fockit..höfum það á íslnesku. Ég semsagt fór mjög seint að sofa aðfaranótt miðvikudags, vegna alveg óralangra umræðna um lífið og tilveruna milli mín og binna langt fram á nótt. Stressið nánast í hámarki og þá er gott að hafa einhvern sem segir að maður eigi eftir að spjara sig vel og þykir vænt um mann þótt maður sé að fara frá honum...
Thelma fékk þann heiður að vekja mig þennan skemmtilega morgun um 10 leytið og bjóða mér með í skaffó á útsölu, ég var náttla steinsofandi og ekkert á því að fara á fætur strax svo ég sagði nei..tveim mínútum seinna hringdi ég aftur í hana og sagðist ætla með! Ég ætlaði ekki að eyða deginum í svefn. Svo ég rumpaði þessu af og fór hrikalega útlítandi í skaffó..ekkert til að kaupa mér neitt, bara svona til þess að kveðja staðinn, þið vitið. Það endaði samt með því að ég keypti mér einn bol..en það er bara aukaatriði. Svo fór ég að gera upp gamlar skuldir í Bókabúðinni "god i´m going to miss that place" og kvaddi þar fólkið sem voru í miðri vörutalningu :) slapp við það helvíti.
Þá var ennþá fyrir hádegi og ég búin að nýta þetta fyrir hádegi betur en mörg önnur fyrir hádegi. Ég fór heim til þess að pakka niður the rest og sat aðeins í sófanum góða áður en ég kvaddi hann. Þá kom Binni...guess what..á sleða, ég bara varð! Þannig að við kláruðum að taka til draslið og hoppuðum í kuldagallan og út að sleðast :) Kikkuðum niðrá vist til að kveðja Kidda stórsöngvara, hann söng tears in heaven fyrir mig og binni spilaði undir, svona á þetta að vera þegar maður er að fara. Geðveikt flott-þeim vantar bara að íslenska textann til þess að geta farið með þetta í söngvakeppnina. Challenge! Hver býður sig fram.
Svo var heldið heim..á sleðanum góða og lokahönd lögð á meistaraverkið (sem sagt að pakka öllum fötunum mínum) það er ekkert auðvelt. Drukkið kaffi og snætt brauð. Svo varð að knúsa alla..ekkert spes auðvelt þar sem ég er búin að hafa það svo rosalega gott heima undanfarið:,( Um 5 leytið lögðum við mamma í hann og það var hrikalegt að keyra út úr bænum, var við það að hætta við. Við mæðgurnar áttum 3 og hálfs tíma langar samræður, nánast stanslaust. Ótrúlegt hvað við höfum alltaf mikið að tala um þegar við erum að keyra langt. Næst á dagskrá var svo bara að mæta í bæinn í afmæli hjá Elvu systir mömmu og við náttla mjög seinar að fatta að við værum ekki með neina gjöf. Við stoppuðum bara upp á höfða og keyptum bílateygjur og eitthvað hreinsispray kókosbollur og kók. Elva var alveg himinlifandi yfir þessu öllu saman enda pakkað inn í bílablaðið :) Þar með var deginum næstum lokið og ég átti bara eftir að keyra yfir í hafnó til að koma mér fyrir á nýja heimilinu. Ég komst nú ekki langt í því enda dauðþreytt og steinsofnaði eftir smá stund, enda fyrsti skóladagurinn í hálft ár daginn eftir!

Ég segi meira seinna, þegar allt er að róast og eftir að útsölurnar fara að dafna :Þ

mánudagur, janúar 03, 2005

Nenni ekki að setja sniðuga fyrirsögn

Hallóhalló..og gleðilegt nýtt ár. Mér hafa borist fjöldinn allur af áskorunum um að blogga..skil ekkert í þessu..

Já nú er árið 2004 búið og eins og vanalega hafa orðið miklar breytingar frá því fyrsta jan 2004. En óvenju miklar á þessu ári má sega. Eins og flestir vita þá bjó ég á akureyri helming ársins, sem ég get varla trúað. Mér finnst svo langt síðan ég var þar. Þegar ég hugsa um það finnst mér árið hafa verið óvenju lengi að líða!
En svo kom sumar og ég stóð á þeirri skoðun að ég skyldi breyta til næsta haust og ekki snúa aftur á Ak. Sumarið var líka alveg gasalega mikið frábrugðið öðrum sumrum hjá mér. Enginn fótbolti og ég hélt að það mundi ganga frá mér, líka það að vera vinnnulaus alveg fram í júní, þegar mamma hringdi í mig (þá búin að hringja í öll fyrirtæki á króknum) og tilkynnti mér að ég væri komin með vinnu hjá Brynjari í bókabúðinni. WHAT!! Ok ég hélt að ég mundi lokast af..ekki hitta neinn þar sem búðin er alveg í enda bæjarins og mundi ekki fara á neinar fótboltaæfingar og því ekki hitta félagana þar, og ég var að vinna frá 9-18 og þurfti svo að æfa hnéð, ég nánast grét mig í svefn þessa fyrstu daga sumarsins og hélt að lífið gæti ekki orðið svartara. En viti menn, eftir nokkra daga var inga hætt að gráta sig í svefn og sagði við sjálfan sig að þetta gengi ekki lengur. Ég fór þá og bað um flokk hjá Tindastól og viti menn ég fékk alveg yndislegan hóp af stúlkum til að kenna að sparka í bolta og þær gáfu mér líka helling í reynslubankan í staðinn. Ég fór að stunda líkamsrækt og átti mín fyrstu kynni af vímugjafanum alkóhóli sem ég hefði nú betur getað sleppt því nú verður erfitt að hætta (en það skal samt takast!) Ég gat verið með fjölskyldunni og dansaði heilan helling. Ég og Vala fórum í rússíbanaferð saman í summerlovin og henni er sem betur fer lokið enda við glaðar og ánægðar stúlkur í dag. Margir íþróttaviðburðir voru á króknum og svo rosalega gott veður. Þegar ég lít tilbaka yfir sumarið finnst mér árið hafa verið hrikalega fljótt að líða!
Svo kom haust og ég hafði bara góða tilfinningu fyrir því að vera bara róleg heima á krók að framkalla og safna pening. RÓLEG!! Inga getur ekki verið róleg! Það endaði með því að ég fékk mér vinnu í féló..aðalega við að kenna dans og ég með bilaða hnéð braut allar reglur. Uppá það bættist að ég gerðist nokkurs konar staðgengill Loga Dans í leikritinu og þurfti að stressa mig hrikalega yfir því..enda uppskar maður það sem maður sáði í lokin :) plús það að á þessu tímabili kvíldu á mér tvær ritgerðir og jafn margar bækur sem átti að lesa og skila í utanskóla náminu sem ég skráði mig líka í!! úff hvað ég var fegin þegar þessi tími var yfir staðin! Þá fékk ég sem betur fer færi á að kynnast einstakri manneskju, svona manneskju sem gleymist seint :) það sem eftir var af árinu fór í að: vinna, dansa, pumpa, taka beyju, læra, taka próf, kíkja í sveitina, skemmta mér og eiga tíma aflögu með famelíen. Það sem ég uppskar af því var: hálfri milljón ríkari..eftir eyðslu sumarsins!, tvö frábær dansatriði í thriller og glaðar stelpur í 6 bekk og á Hofsósi, styttist í boltan aftur, hellings bensíneyðsla, kann allt í málsögu og pínu í Snorra eddu, þrjár níur og einingu fyrir leikritið, mjög svo eigulegan kærasta (eins og hann orðaði það) og magnaða tengdafjölskyldu, bragða allskonar vín og uppgötva hæfileika bróður míns í að sýnast einhverfur og að systir mín og ég dýrkum báðar á Lifehouse og viljum ólmar innleiða þessa hljómsveit inn í samfélagið!!
Ekki slæm uppskera þetta ha!? Ég er mjög sátt með gamla árið enda strengi ég engin áramótaheit heldur geri það sem mig dreymir um að gera..held suður á bóginn í sjúkraþjálfun og saumaskap og býst við að dansinn tvinnist ekkvað inn í þetta þegar fram líða stundir..ófá símtöl heim eiga líka eftir að skipa stóran sess á þessu ári og væntanlega ýmis vandamál sem ég fæ að dunda við að leysa. Annars líður mér vel með þetta ár sem er að koma, finnst ég loksins vera að gera eitthvað sem mig langar virkilega til og ekkert sem heldur aftur af mér.

Besti dagur ársins: Ammælið mitt :)
Áhrifaríkasti dagur ársins: 28 Maí, þegar allt breyttist í 2.flokks leik á móti Fjölni.
Besta Djamm ársins: Loveguru og annar í jólum
Skemmtilegasta roadtripp ársins: Verslunarferð mín og Völu í borgina snemma sumars.
Besta mynd ársins: Guð minn góður, að ég skuli hafa reynt að muna það!!
Mesta lag ársins: nomanoma jey, nomanomanoma jey
Félag ársins: Gilsbungur hey!
Maður ársins: Ég að sjálfsögðu :) allavega ekki skáklessan!!
Bíll ársins: Toyotan hans Binna sem fór að bila eftir að ég kom til sögunnar :)

Ég vona að þetta sé nó! Ég ætla að farað lesa mig í svefn...góða nótt :*

Ps. Ingvi, Takk kærlega fyrir mig og gleðileg jól og eigðu gott hálft ár í USA og hinn helminginn hér! Ég ætla ennþá að koma að sækja þig á fluvöllinn!!