Useless information

But still...you´re reading it?

miðvikudagur, mars 28, 2007

eftirsjá

Já það er komið heiti á laginu! Hef ákveðið að skýra það eftirsjá í stíl við umfjöllunarefni textans.

Annars er ég alveg að springa úr spenningi þessa dagana. Það eru 2 dagar í páska frí. Fer suður og spila við Breiðablik á laugardaginn. Næsta þriðjudag á svo Binni afmæli en það er ekki víst að ég geti verið hér á krók þá :( En ég ætla að reyna, maðurinn verður ekki tvítugur aftur. Daginn eftir s.s. 4 apríl fer ég til Tyrklands með Stjörnunum mínum :) sem er mjög gleðilegt. Þar mun ég eyða páskunum við æfingar í sól og sumar yl. Páskaeggið fær að bíða þar til ég kem heim, uhuh og steikin og veislumaturinn fær að fjúka fyrir einhverju skrítnu Tyrkjafæði.

Síðan kem ég heim 12. apríl, tveim dögum fyrr en hinar og þar sem við fljúgum út með leiguflugi og heim aftur þurfti ég að fara þvílíkar krókaleiðir til að komast aftur til íslands í tíma fyrir söngkeppnina. En það er semsagt komið á hreint að ég flýg fyrst til Stansted og síðan heim. Vona bara að ég klúðri þessu ekki. Það væri alveg ég!!

Laugardaginn 14. apríl er svo sögnkeppnin. Ég lýg því ekki að ég fæ hroll þegar ég hugsa um þetta, svona spennuhroll þar sem maginn fer alveg í hnút! Ég er einmitt með þannig núna. En þetta verður bara gaman :)

Kv. Blankiflur

laugardagur, mars 17, 2007

slen

Laugardagsmorgun og ég ætlaði að reynað sofa út en nei ég var vakin og get ekki sofnað aftur. Alltaf huggó samt að skríða í náttbuxurnar og hlýju peysuna og sniglast niður í sófa þar sem ágúst situr með gameboyinn sinn og horfir á barnatímann með öðru auganu. Ég tek sængina með mér og horfi með honum á einhverja disney mynd. Þetta er það heimilislegasta sem ég veit.

En það er ástæða fyrir því að maður var rekinn á fætur svona fyrir allar aldir. Það er verið að skipta um hurðir hérna í húsinu og mitt herbergi varð víst að vera tekið fyrst. Ég svo sem kvarta ekki, ég er að horfa bandaríska baseball mynd sem lofar þvílíkt góðu!

Meir af uppvakningu minni, en ég vaknaði með skringilegustu kvilla í morgun. Ég er búin að vera með hellur sem ég er enn að reynað losa, búin að prófa öll trix. Svo er ég búin að vera með ekkvað í hálsinum og það bara vill ekki fara. Asnalegast er þó að ég er búin að vera hágrenjandi í allan morgun. í fyrsta lagi var erfitt að opna augun ekki útaf því að ég var þreytt, það var bara erfitt að opna þau útaf einhverju öðru og í hvert skipti sem ég blikkaði vildu þau ekki opnast aftur, plús það að tárin streymdu niður kinnarnar. Síðast en ekki síst var nefið mitt alveg stíflað og ég þurfti að stökkva upp til að sníta mér. Ekkert voðalega þægilegt að láta það vera sitt fyrsta verk á morgnana, en það hafa eflaust margir þurft að gera það sama. Það versta var að ég greip nefsprayið hans Binna á leið inní rúm aftur. Hann þarf greinilega ofursterkt spray því eftir fyrstu sprautuna var eins og kviknað væri í nefinu á mér. Ekkvað mentol rugl strekt sprey og ég er ennþá að jafna mig!

Ég fer suður á eftir um þrjú leytið. Ég og Helga Einars ætlum að bruna og þiggja matarboð hjá Thelmu ásamt Söndru og Sólborgu :) hlakka til að hitta ykkur stelpur mínar í borginni. Við erum þó aðalega að fara suður til að fótboltast. Stjarnan-KR í eigilhöll sunnudagskvöldið kl. 21.00! fáránlegur tími! En ég fæ að byrja leikinn og Helga ætlar að hvetja okkur til dáða á hliðarlínunni ;)

En ég held ég hafi þetta ekki lengra núna, þessi baseball mynd er að snúast út í vitleysu ég verð að farað fylgjast með. Það virðist sem stjarnan í liðinu sé farin að snúa sér að eldamennsku en þorir ekki að viðurkenna það því pabbi hans er þjálfarinn hans og er alltaf að pressa á hann því þetta er draumur pabba hans :D hehe

Blankiflur má ekki missa af þessari

þriðjudagur, mars 13, 2007

Eftir alla törnina

...er loksins komin tími til slökunar eftir allt sem á undan hefur gengið. og ég held bara svei mér þá að ég hafi tíma til að setjast niður með bók og læra eilítið.

Það var semsagt að klárast núna prófavika, miðannapróf. Og eftir hana voru opnir dagar þar sem ég var í árshátíðarnefnd/skreytingarnefnd. Þannig að ég hafði tíma til að sauma á mig og völu kjól, og það var líka gaman að því að Anna Ragna var í sínum kjól og Brynhildur var í korsiletti og pilsi sem ég gerði fyrir árshátíðina í fyrra þannig að ég fékk að skreyta meira en salinn :)
Prófin gengu ágætlega og gladdi mig mest að sjá að ég er ekki alveg glötuð í íslenski 503 :)

Árshátíðin var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöldið 10 mars sama dag og Elva sys á afmæli þannig að hún má prísa sig sæla með að fá veglega 220 manna veislu með veislustjóra og fullt af skemmtiatriðum.
Árshátíðin var síðan virkilega til fyrirmyndar. Allir mættu í sínu fínasta pússi og ótrúlegt en satt gátu allir látið sig hafa það að mæta edrú þetta skiptið. Auðvita mættum við stelpurnar aðeins og seint en það varð náttúrulega að rekja kjólinn hennar völu upp á síðustu stundu og sauma hann attur saman. Annars gekk kvöldið svakalega vel fyrir sig og fullt af góðum og flottum skemmti atriðum. Ekki bara svona reddingar sem eru illa æfð og óútpæld. Ég heimtaði að fá að syngja lag sem Helgi Sæmundur samdi fyrir frænku sína og fékk það rosalega góðar viðtökur, þegar við höfðum lokið flutningnum stóð bara allur salurinn upp og klappaði og klappaði, þetta var svona bíómyndamóment. Helgi þú ert bestur!! Ég fékk allavega vibba mikinn hroll og stóð eins og bjáni með mikeinn í höndunum og þorði ekki að opna munnin af hræðslu við að eyðileggja mómentið.

Allavega þá var þetta alveg rosa gaman og ballið eftir á var fínt, og nemendafélagið á mikið hrós skilið finnst mér :)

en ég verð að hafa þetta stutt núna..

later