Eyjar 2007???
Þá er komið að fimmta og væntanlega síðasta fréttayfirliti sumarsins þar sem ég tel sumrinu formlega lokið þegar skólinn byrjar, og miðað við hversu dugleg ég hef verið við að blogga uppá síðkastið þá verður þetta eina bloggið fram að skóla.
Í dag eru nákvæmlega 18 dagar þar til fyrsti tími hefst og því má segja að ef vikan væri 6 dagar væru akkurat 3 vikur í að herlegheitin fara í gang. Svona er maður alltaf að nota stærðfræðina :) alveg ekkert smá vel úthugsað hjá mér.
Fyrir mig hefur sumarið verið langt, ótrúlegt en satt. Það hefur svo mikið gengið á frá því að FG kláraðist 12 maí síðastliðinn. Ég byrjaði að vinna strax 15. maí í Z og spilaði fótbolta, og náttla ég og Binni fluttum inn í Berjarima 24 íbúð 108 ef þið viljið vita það nákvæmlega ;) síðan leið tíminn eins og ég veit ekki hvað þangað til að ég fæ fregnir frá læknunum um mjöðmina á mér. Ég sé það þannig að þá hafi ég þurft að byrja sumarið uppá nýtt, flytja heim í sæluna og í nýja vinnu. Ég held að ég hafi troðið tveimur sumrum í eitt. En nó af þessum hugleiðingum, veit ekki einu sinna afhverju mér datt í hug að fara að skrifa þetta niður en ég fer varla að stroka það út núna. Lítur alltaf betur út ef bloggið er lengra. ;)
En það er samt alltaf þannig að þegar einar dyr lokast opnast nýjar og núna hef ég tíma fyrir svo mikið. Ætla að reyna fá tíma í salnum í þreksport og dansa allavega 1-2 í viku og hafa það opið fyrir alla í fjölbraut, er búin að fá samþykki Pálma formanns en á efir að hafa samband við þreksport :Þ Svo hitti ég Loga dans um daginn og hann er víst með fullt af verkefnum! Maður tekur því nú með fyrirvara!! Maðurinn er náttla alveg galinn, en hress er hann :) Nú ég ætlað geta lært ekkvað í vetur og reynað vera með í leikritinu og einhverju félagslífi.
Svo var ég að fá saumagínuna mína senda þannig að ég get farið að sauma þegar herbergið mitt er veggfóðrað og það er allt í vinnslu líka. Þannig að það er hellingur af verkefnum framundan svo ekki sé minnst á að ég er farin að gera pínu gang í sveitinni. Var að þrífa traktorinn að innan um daginn, fínt að hafa mig í því :)
En boðskapur þessa bloggs átti að vera sá að það ættu allir að fara til eyja á þjóðhátíð næsta ár. Ég ætlaði meiraðsegja að setja inn myndir en fattaði svo að ég er ekki með myndaforritið í heimilistölvunni. Svekk..! Ég get bara sagt eitt eftir svona geðveika helgi: LÍFIÐ ER YNDISLEGT!
Blankiflur er enn að jafna sig þó eftir sudda djamm en gleðin lifir lengur en þreytan :)
Í dag eru nákvæmlega 18 dagar þar til fyrsti tími hefst og því má segja að ef vikan væri 6 dagar væru akkurat 3 vikur í að herlegheitin fara í gang. Svona er maður alltaf að nota stærðfræðina :) alveg ekkert smá vel úthugsað hjá mér.
Fyrir mig hefur sumarið verið langt, ótrúlegt en satt. Það hefur svo mikið gengið á frá því að FG kláraðist 12 maí síðastliðinn. Ég byrjaði að vinna strax 15. maí í Z og spilaði fótbolta, og náttla ég og Binni fluttum inn í Berjarima 24 íbúð 108 ef þið viljið vita það nákvæmlega ;) síðan leið tíminn eins og ég veit ekki hvað þangað til að ég fæ fregnir frá læknunum um mjöðmina á mér. Ég sé það þannig að þá hafi ég þurft að byrja sumarið uppá nýtt, flytja heim í sæluna og í nýja vinnu. Ég held að ég hafi troðið tveimur sumrum í eitt. En nó af þessum hugleiðingum, veit ekki einu sinna afhverju mér datt í hug að fara að skrifa þetta niður en ég fer varla að stroka það út núna. Lítur alltaf betur út ef bloggið er lengra. ;)
En það er samt alltaf þannig að þegar einar dyr lokast opnast nýjar og núna hef ég tíma fyrir svo mikið. Ætla að reyna fá tíma í salnum í þreksport og dansa allavega 1-2 í viku og hafa það opið fyrir alla í fjölbraut, er búin að fá samþykki Pálma formanns en á efir að hafa samband við þreksport :Þ Svo hitti ég Loga dans um daginn og hann er víst með fullt af verkefnum! Maður tekur því nú með fyrirvara!! Maðurinn er náttla alveg galinn, en hress er hann :) Nú ég ætlað geta lært ekkvað í vetur og reynað vera með í leikritinu og einhverju félagslífi.
Svo var ég að fá saumagínuna mína senda þannig að ég get farið að sauma þegar herbergið mitt er veggfóðrað og það er allt í vinnslu líka. Þannig að það er hellingur af verkefnum framundan svo ekki sé minnst á að ég er farin að gera pínu gang í sveitinni. Var að þrífa traktorinn að innan um daginn, fínt að hafa mig í því :)
En boðskapur þessa bloggs átti að vera sá að það ættu allir að fara til eyja á þjóðhátíð næsta ár. Ég ætlaði meiraðsegja að setja inn myndir en fattaði svo að ég er ekki með myndaforritið í heimilistölvunni. Svekk..! Ég get bara sagt eitt eftir svona geðveika helgi: LÍFIÐ ER YNDISLEGT!
Blankiflur er enn að jafna sig þó eftir sudda djamm en gleðin lifir lengur en þreytan :)