Fyrsti í aðventu
Á föstudaginn var nú líklegast haldið norður á Akureyri. Árshátíð hjá menntaskólanum, ég get ekki sagt annað en að það var algjör snilld. Náttúrulega áfengislaust (enda vantaði hardcoregilsbungurnar) og það er bara ekkert verra. Ég sé þetta svo sem ekki fyrir hérna á króknum..einhverjum mundi detta í hug að halda áfengislausa skemmtun. Allavega dönsuðu sig ,margir aðrir en ég, sveitta. og Edrú! ég veit ekki til þess að það sé svona góð stemmning fyrir þessu neinstaðar annarstaðar..? Ég hélt samt að ég mundi fá kast þegar ég frétti að Hljómar voru að spila, en eins og margir kannast við þá eru þeir ekki beint rusalega vinsælir lengur. Sem betur fer var DJ uppi og þar var troðið allan tímann.
Á laugardaginn fékk ég svo loksins að sofa út..ó ljúfa líf..það var meiri háttar :) Ég og magga kíktum á Subway og svo langaði mig aðeins að kíkja í búðir..en neinei þetta var eins og að vera með krakkan sinn með sér (ef ég ætti sollis) Ég rétt meikaði þrjár búðir og þá gat ég ekki gert möggu meira.
Um fimm leytið lögðum við á stað á gosa heim og ríkti mikil eftirvænting hjá okkur um hvort við kæmumst upp heiðina, allar vorum við tilbúnar að ýta..nema Sólveig. Hún steinsvaf. Hefðum við gusað vatni yfir andlitið á henni hefði hún drukknað.
Þegar ég kom heim fór ég beint í mat til Maríu Bjarkar. Féló staffið var að kveðja Ivanó og ég er víst partur af því, ég hef sjaldan smakkað svona góðan mat. Lostæti eins og Sólborg sagði alltaf þegar við vorum litlar og fáfróðar. Ekki það að við vitum eitthvað meira núna.
Eftir matinn hélt ég svo til gunnars smára og þar voru allir mínir félagar staddir í miklum hasar og flestir orðnir all hressir, marr var ekki lengi að blanda sér í málin og voru ýmis heimspekileg mál rædd á HM HA máli. Svo kíktum við í skúrinn hans Berta og svo kom dúddi eldri og keyrði okkur útí miðgarð þar sem var mikil mannmergð, ég náttla byrjaði á því að flúga á hausinn í hálkunni og er með risa skurð í lófanum. Þegar inn var komið týndu allir öllum og þegar maður sá glitta í einhvern seinna um kvöldið að þá var hann ekki lengi að hverfa eða öfugt :) Ballið einkenndist nú samt aðalega af slagsmálum, tárum og setningin "Inga það er allt þér að kenna að ég sé svona full" mikið var um kossa flens og dularfullar klósettferðir og ég veit ekki hvað og hvað. Sem betur fer hélt ég mér bara útúr vesenispakkanum og fór snemma heim..EIN!
Best að farað lúlla..bílpróf á morgun :ol