Æjæjæj komin mánudagur og ég er bara hætt að telja dagana (hvað ég er búin að vera hér lengi.) Enda lítið gáfulegt við það þar sem ég er örugglega ekkert á leiðinni héðan...
Helgin var mjög róleg og góð, eins og venjulega ;) Á föstudaginn var ekkert merkilegt gert, nema farið í Grafarvoginn að horfá Idol og svo horft á tónleika með eagles með nýju græjurnar hans Magga vin Magga. Þar átti líka heima nafna Dóra vinkona Ellu á Hrauni. Þá kom IgorRakel við heima hjá sér og kynnti mér fyrir bestu vinkonu sinni sem ég man ekki hvað heitir, ég fékk mér sódavatn og smakkaði rósavín (btw mjög gott). Kíkkaði á sölur á
Patrolnum og hló að Birni. Ok ég tala í gátum en þær eiga sér allar skíringu, þið þurfið bara að finna útúr þeim sjálf.
Á laugardaginn var vaknað snemma og farið í kringluna, Bigga vantaði skó og gallabuxur. Við fórum í leiðangur sem endaði með því að ég keypti mér reebock skó á 1500 og Biggi: skó, gallabuxur og bol, Binni keypti peysu og jakka...mér fannst ég vera útundan :( bankabókin mín er þó skárri en þeirra. Kostur!
Um kvöldið fórum við í keilu, aftur, og ég drullutapaði aftur. Það liggur við að maður fari að fá sér tekíla fyrir keilu. Aldrei gengið jafn vel og þegar ég og Vala vorum á rassgatinu! Eftir að ég var búin að vera í fílu og búin að fá fullt af ráðleggingum og hughreystingum brunuðum við á meet the fockers, sem var ...........ég ætla ekki að segja neitt, leyfa ykkur að engjast um af forvitni um að fá að vita hvað mér fannst um þessa mynd. Heim koma inga, binni og biggi fylgdarmaður um 2 leytið reddí í háttinn og Biggi að sjálfsögðu í miðjunni :)
Á sunnudaginn bað ég svo til guðs að það yrði ófært, en akkurat þá vill veðrið ekki vera nógu vont! Binni og Biggi farnir og ég farin að halda að þeir komi í 2 in 1 pakka.
Á sunnudagskvöldið hins vegar fór ég í borgarleikhúsið á "dansverk" eftir Ernu Ómarsdóttur, fremsta nútímadansara heims um þessar mundir. Fyrir sýninguna hélt ég að ég hefði einhverja hugmynd um nútímadans en nei, hana hafði ég ekki. Ég sat stjörf að ótta, ógeði, skilningsleysi og perraskap! Þetta var sona HA sýning. Endilega kíkið.
komið gott ég er að fara að fá mér súpu og brauð á hundrað kall :)