Góðir vinir og vandamenn. Inga loksins komin á blað sem framherji og markaskorari á ný eftir helvíti magnaðan leik í gær. Þór/KA/KS kom í heimsókn og úr varð alveg hörku leikur sem stóð 1-1 þangað til í blá lokin, boltin inní teig og ég náði honum og lagði hann með vinstri í gagnstætt horn..ohhh jess! Sætur sigur :) Btw, er hætt að hlusta á allt múður um að þessi græni litur fari mér illa..hef held ég aldrei verið jafn óvinsæl meðal vina minna.
Planið var að kíkja í ammæli til afa Binna eftir leikinn en plönin breyttust eylítið og Binni þurfti að drífa sig norður. Þá var klukkan 18.00 og hálftími í að hleypt verður inná snoop í eigilshöllinni. Það fór nú bara þannig á endanum að mín var mætt á svæðið klukkan 19.07 til í troðning svita og dans. Alveg var þetta megamagnað, þetta svala kvikindi!! Hann var með demanta á "mæknum" og með krómaða demantsbyssu um hálsinn. Var reyndar frekar svekkt yfir því að JT lét ekki sjá sig en það verður að hafa það.
Binni er kominn á pimp bíl, keypti sér benz á laugardaginn sem er alveg að gera sig hjá mér sko. Rúmgóður og smart og vill svo til að hann var ekkert rosalega dýr, þannig að ég er vongóð um að fá ammælisgjöf ;)
En nó af skrifum í bili, sé fram á að koma norður um næstu helgi þannig að það má plana ekkvað skemmtilegt.
Blankiflur orðin spontant og til í hvað sem er, kveður að sinni