..hver mælti þessi snilldar orð..? Ég hef sjaldan verið jafn hneyksluð og leið á ævi minni. Djöfulls lygarar allstaðar í kringum mann, hvað fær fólk til að ljúga einhverjum viðbjóð uppá annan..? Taki sá til sín sem við á!
Ég allavega skellti mér norður á fimmtudaginn, búin að standast freistinguna í 3 vikur en ákvað að sækja knús hjá mömmu og pabba, elvu og ágústi til að lifa þessa síðustu viku fyrir próf af. Búin að fá leyfi til að taka prófin mín í FNV þannig að ég á bara eftir að vera hér í rúmelga viku..sem er gott :)
Skellti mér á leikritið í fnv og skemmti mér konunglega, sakna þess ekkert smá að taka þátt í einhverju sonna, eitt af því sem ég lifi fyrir. Mjög fyndið á köflum og góðir söngvarar, flott frumsamið lag af Dönu og mér fannst ekkert smá sniðugt að láta leikara spila undir sjálfa, því tæknin var eilega stærsta vandamálið.
Skellti mér svo á ball í tilefni dagsins, keyrði í fyrsta skiptið og það var sko ekki misheppnað..maður bara ímyndar sér að maður sé fullur og dansar við fólk sem nennir að sletta vel úr klaufunum og er nógu fullt til að sjá ekki að ég sé edrú. Ég er ekki frá því að ég hafi verið þvoglu mælt þegar ballið var búið, allavega litu ný orð dagsins ljós hægri vinstri :) Og það besta var að ég náði loksins að sjá slagsmálin, þau hafa alltaf farið framhjá mér á einhvern hátt..??
Annars eru myndir komnar á djamm.net ef einhver hefur áhuga
Ég vaknaði þá bara í morgun, keyrði afstað suður klukkan 13.00 og fór á landsliðsæfingu í roki og rigningu klukkan 17.30. Ég má vera heppin að hafa komist á leiðarenda, hef aldrei verið jafn nálægt því að sofna á leiðinni...ekki sniðugt að vera bara með bilað kasettu tæki í bílnum.
Sunnudagur á morgun og æfing snemma í bítið, klukkan 9 í GRAFARVOGI!! og ekki batnar það, byrjum á píp testi sem er bara bull, því það segir ekkert endilega til um hversu góðu fótboltaformi þú ert! En svona er þetta, sumt verður að sætta sig við að vera ósammála um!
Blankiflur er á leið í háttin klukkan hálf tíu á laugardagskvöldi, frekar döpur útí fólk...góða nótt :*