Ojojojojoj það er langt síðan ég bloggaði eða bara fór á netið yfir höfuð. Búin að vera á góðum þeytingi síðustu misseri og upplifa margt.
Ég var sem sagt valin í landslið U-19 og við fórum til Rúmeníu aðfaranótt sunnudags 23 apríl. Ferðalagið byrjaði á 3 tíma flugi til Parísar, þar skiptum við um flugvél og fórum með ,held ég, rúmensku flugfélagi í aðra 3 tíma til búkarest. Síðan var farið með rútu inná víggirt íþrótta svæði þar sem var bæði hótel og fótboltaleikvangur. Vörðurinn við hliðið var með byssu og tvo varðhunda. Voða leið mér vel þegar ég sá það.
Við spiluðum 3 leiki, við Dani, Englendinga og Rúmeníu og gekk ágætlega. Áhugasamir geta séð úrslit og skýrslu á ksi.is.
Rúmenskt þjóðfélag er svolítið öðruvísi en íslenskt. 1/4 íbúa er undir fátæktarmörkum og þar sem við vorum aðeins fyrir utan Búkarest þá fékk maður alveg að sjá hvernig þetta fólk býr og lifir. Húsin eru öll við veginn og allir voru að rækta ekkvað í garðinum, svo sátu gamlar konur með klúta um höfuðið fyrir utan hliðið á garðinum og selja blómin sín og radísurnar. Sígunar ferðast um og við sáum nokkra í hóp á hestavögnum með bragga yfir eins og í gömlu vestrunum. Villihundar voru allstaðar og láu dauðir við vegkantinn. Mikið rusl og mikið um mold þar sem maður er vanur að sjá gras, frekar sorglegt. Fórum í skoðunartúr til Búkarest og sáum torg og aftur torg, á einu var reyndar gerð uppreisn árið 1989 og harðstjóri rekinn úr embætti og drepinn 3 dögum síðar. Það er ekkert svo langt síðan ef maður spáir í því og fólkið bjó þá við kúgun og ofbeldi. Ekki verra að uppreisnin var gerð á ammælisdaginn minn, 22 des þegar ég var tveggja, slefandi í öruggum höndum í Svíþjóð. :) alltaf gaman að minnast á svíþjóð ;)
Allavega skemmti ég mér konunglega, enda margir snillingar með í för og mikið hlegið. Ég var vígð og dansaði í upplásnum súmóglímubúning, það var mjög fyndið.
Síðan var flogið til London, my first time, og hlaupið til að ná fluginu til Íslands.
Og ekki var ég hætt að ferðast. Ég fór á æfingu þegar við komum heim á sunnudaginn og eftir hana brunaði ég norður til að sjá sýninguna hennar mömmu og hitta famili and boífrend :) Úff hvað ég var þreytt! En það var vel þess virði, sýningin Mömmu er æði og rosalega falleg, ég er ekkert smá stolt. Ég mæli með að allir drífi sig í safnhúsið, hún er mjög lítil svo það tekur ekki langan tíma að kíkja.
Síðan tók við lærdómur og ég er búin með eitt próf. Fer í annað á föstudaginn og svo annað á fösudaginn eftir viku. Ég hef góðan tíma til að læra og ég ætla að njóta þess :) Svo líður ekki á löngu þangað til að ég þarf að flytja aftur. Það verður SWEET!! Ekki að það sé leiðinlegt í Goðalandinu, það verður bara svo ljúft að vera bara ég og Binni. Ekki meira long distance.
Svo fer deildin að byrja og ég þarf að fá mér vinnu.
Ég er búin með jakkan loksins og búin að taka myndir af korsilettinu. Ætla að láta nokkrar fylgja :)
Blankiflur er búin í bili.